Enrique ráðinn þjálfari Spánverja

Luis Enrique.
Luis Enrique. AFP

Luis Enrique hefur verið ráðinn nýr þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu en frá þessu greindi spænska knattspyrnusambandið nú rétt í þessu. Samningur hans er til tveggja ára.

Fern­ando Hierro stýrði spænska landsliðinu tímabundið á HM í Rússlandi en hann tók við þjálfun liðsins tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja á HM eftir að spænska knattspyrnusambandið rak Ju­len Lope­tegui úr starfi.

Ástæða brottreksturs Lope­tegui var sú að hann greindi forráðamönnum spænska landsliðsins ekki frá því að hann hefði tekið við tilboði Evrópumeistara Real Madrid um að taka við þjálfun liðsins.

Enrique hefur verið í fríi frá þjálfun eftir að hafa verið við stjórnvölinn hjá Barcelona frá 2014 til 2017. Undir hans stjórn varð Barcelona í tvígang Spánarmeistari, einu sinni Evrópumeistari og vann spænsku bikarkeppnina þrisvar sinnum. Hann lék 62 leiki með spænska landsliðinu og skoraði í þeim 12 mörk.

mbl.is