Henderson og Vardy ættu að verða klárir

Jordan Henderson, fyrirliði enska landsliðsins.
Jordan Henderson, fyrirliði enska landsliðsins. AFP

Góðar líkur eru á að Jordan Henderson og Jamie Vardy verði leikfærir með Englendingum þegar þeir mæta Króötum í undanúrslitunum á HM í knattspyrnu í Moskvu á miðvikudaginn.

Báðir hafa þeir verið að glíma við meiðsli undanfarna daga. Vardy var ónotaður varamaður í 2:0 sigri Englendinga gegn Svíum í átta liða úrslitunum á laugardaginn og fyrirliðinn Henderson tognaði lítillega í leiknum og fór af velli þegar skammt var eftir.

Báðir tóku þeir þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og vonir standa til að þeir verði klárir í slaginn gegn Króötunum. Enskir fjölmiðlar tippa á að landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate tefli fram sama byrjunarliði og í leiknum á móti Svíunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert