Rekinn heim úr króatíska hópnum

Domagoj Vida var aðvaraður vegna málsins.
Domagoj Vida var aðvaraður vegna málsins. AFP

Ognjen Vukojevic, fyrrverandi landsliðsmaður Króata í fótbolta, hefur verið rekinn heim frá HM í Rússlandi af knattspyrnusambandi þjóðarinnar. Vukojevic var hluti af njósnarateymi Króata á mótinu.

Vukojevic birti myndband af sér og Domagoj Vida, varnarmanni Króata, eftir sigurinn á Rússum í 8-liða úrslitum þar sem þeir kölluðu m.a. „lifi Úkraína!“ Skilaboðin voru pólitísk þar sem illt er á milli Úkraínu og Rússa vegna baráttu um Krímskaga. 

Vida slapp með aðvörun vegna atviksins og gæti hann leikið gegn Englendingum í undanúrslitum á miðvikudaginn kemur. Pólitísk skilaboð eru með öllu bönnuð sam­kvæmt aga­lög­um FIFA og var Vukojevic sektaður um tæplega 13.000 evrur, eða tæplega 1,7 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert