Sá gamli hættur með landsliðinu

Sergei Ignashevitsj.
Sergei Ignashevitsj. AFP

Sergei Ignashevitsj, hinn 38 ára gamli varnarmaður í rússneska landsliðinu í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Ignashevitsjlék stórt hlutverk með Rússunum á HM en þeir féllu úr leik í 8-liða úrslitunum á laugardagskvöldið þegar þeir töpuðu fyrir Króötum í vítaspyrnukeppni.

Ignashevitsj, sem sneri aftur inn í landsliðið fyrir HM, eftir tveggja ára hlé, lék alla leiki Rússa á HM. Hann er leikjahæsti leikmaður Rússa frá upphafi en leikurinn á móti Króatíu var númer 127.

mbl.is