Treyjunúmerið klárt fyrir Hazard

Eden Hazard fagnar marki með Belgum á HM.
Eden Hazard fagnar marki með Belgum á HM. AFP

Florentino Perez, forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, er sagður vera búinn að taka frá treyjunúmer fyrir belgíska landsliðsmanninn Eden Hazard.

Hazard er efstur á óskalista Evrópumeistaranna en honum er ætlað að fylla skarð Portúgalans Cristiano Ronaldo, sem að öllum líkindum er á leið til Ítalíumeistara Juventus.

Treyja númer 7 er tilbúin fyrir Hazard, sama númer og Ronaldo hefur verið í hjá Madridarliðinu frá því hann kom til félagsins frá Manchester United árið 2009.

Hazard, sem er 27 ára gamall, er samningsbundinn Chelsea en hann kom til félagsins frá franska liðinu Lille fyrir sex árum.

Hazard og félagar hans í belgíska landsliðinu verða í eldlínunni í St. Petersburg á morgun en þá mætar Belgar liði Frakka í undanúrslitunum á HM.

mbl.is