Dómararnir í undanúrslitaleikjunum á HM

Cuneyt Cakir dæmir leik Englendinga og Króata á morgun.
Cuneyt Cakir dæmir leik Englendinga og Króata á morgun. AFP

Úrúgvæinn Andres Cunha og Tyrkinn Cuneyt Cakir dæma undanúrslitaleikina á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Cunha verður með flautuna í kvöld þegar Frakkar og Belga leiða saman hesta sína í St.Petursburg. Hann dæmdi tvo leiki í riðlakeppninni, leiki Frakklands og Ástralíu og Spánar og Írans.

Cakir dæmir leik Englendinga og Króata sem eigast við á Luzhniki leikvanginum í Moskvu annað kvöld. Það verður þriðji leikurinn sem Tyrkir á HM en hann dæmdi viðureign Marokkó og Írans og leik Argentínu og Nígeríu í riðli okkar Íslendinga.

 
mbl.is