„Gæti ekki verið meira sama“

Kylian Mbappe með boltann í leiknum gegn Belgum í gærkvöld.
Kylian Mbappe með boltann í leiknum gegn Belgum í gærkvöld. AFP

Frakkinn ungi Kylian Mbappé átti einn stjörnuleikinn enn með Frökkum á HM í knattspyrnu í gær þegar Frakkar lögðu Belga í undaúrslitunum og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn þar sem mótherjarnir verða annað hvort Englendingar eða Króatar.

 Þessi 19 ára gamli sóknarmaður sýndi á köflum frábær tilþrif og eftir leikinn var hann spurður hvort hann ætlaði ekki að skáka Cristiano Ronaldo og hampa titlinum sem besti fótboltamaður heims og fá Ballon d’Or, gullknöttinn eftirsótta.

„Mér gæti ekki verið meira sama. Það eina sem ég vil er að vinna heimsmeistaratitilinn og sofa með bikarinn“, sagði Mbappé en Frakkar stefna á að vinna heimsmeistaratitilinn í annað sinn en þeir fögnuðu titlinum á heimavelli fyrir 20 árum.

„Ég var ekki fæddur árið 1998 svo ég hefur aldrei séð fólk fagna á Champs-Élysées. Ég ætla að gera allt sem ég á í úrslitaleiknum og við erum tilbúnir að fórna okkur gjörsamlega á vellinum til að klára verkið“, sagði Mbappé sem verður 20 ára gamall í desember.

mbl.is