Hefur rekið þrjá Englendinga af velli

Cuneyt Cakir.
Cuneyt Cakir. AFP

Tyrkinn Cuneyt Cakir sem dæmir viðureign Englendinga og Króata í undanúrslitunum á HM í knattspyrnu í kvöld hefur rekið þrjá Englendinga af velli þegar hann hefur dæmt leiki enska landsliðsins.

John Terry, Steven Gerrard og Gary Cahill fengu að allir að líta rauða spjaldið hjá Tyrkjanum og komu þau öll árið 2012.

Terry fékk að líta rauða spjaldið sem varð til þess að hann missti af úrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Cakir rak Gerrard af velli í leik með landsliðinu í leik á móti Úkraínu í undankeppni HM, sem var fyrsta rauða spjald Gerrards með landsliðinu, og Cahill fékk beint rautt spjald hjá Tyrkjanum í úrslitaleik Chelsea gegn brasilíska liðinu Corinthians í úrslitaleiknum á HM félagsliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert