„Þetta er synd“

Luka Modric og Mario Mandzukic fagna eftir sigur Króata gegn ...
Luka Modric og Mario Mandzukic fagna eftir sigur Króata gegn Englendingum á HM í gærkvöld. AFP

Luka Modric, fyrirliða króatíska landsliðsins og leikmanni Real Madrid, varð ekki að ósk sinni. Hann vonaðist til þess að Cristiano Ronaldo héldi kyrru fyrir hjá Real Madrid en eftir níu ára glæsilegan feril hefur Ronaldo yfirgefið Madridarliðið og hefur samið við Ítalíumeistara Juventus.

„Ég sagði að Cristiano myndi halda áfram hjá Real Madrid því það var löngun mín. Cristiano er einstakur og það er synd að hann fari. Ég óska honum alls hins besta nema þegar hann spilar á móti Real Madrid. Ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir Real Madrid,“ segir Modric.

Ronaldo skoraði hvorki fleiri né færri en 451 mark í þeim 438 leikjum sem hann spilaði með Real Madrid. Hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með liðinu og í tvígang Spánarmeistari.

mbl.is