„Besta HM frá upphafi“

Gianni Infantino ásamt Kolinda Grabar-Kitarovic forseta Króatíu.
Gianni Infantino ásamt Kolinda Grabar-Kitarovic forseta Króatíu. AFP

Gianni Infantino forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, segir heimsmeistaramótið í Rússlandi það besta í sögunni en því lýkur á sunnudaginn þegar Frakkar og Króatar leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn á Luzhniki leikvanginum í Moskvu.

„Ég var búinn að segja að þetta sé besta heimsmeistaramótið frá upphafi og í dag get ég sagt það með meiri sannfæringu, þetta er besta HM-keppnin,“ sagði Infantino við fréttamenn í Moskvu í dag þar sem hann hrósaði Rússum fyrir frábæra skipulagningu og gæði fótboltans sem hefur verið spilaður á heimsmeistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert