Fimm franskar stjörnur æfðu ekki í dag

Kylian Mbappé var einn þeirra sem tók þátt í æfingu …
Kylian Mbappé var einn þeirra sem tók þátt í æfingu Frakka í dag. AFP

Fimm leikmenn franska landsliðsins í knattspyrnu tóku ekki þátt í æfingu liðsins í dag en Frakkar eru að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn gegn Króötum á HM sem fram fer á Luzhinki leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn.

Franska íþróttablaðið L'Equipe greinir frá því að Samuel Umtiti, Benjamin Pavard, Raphaël Varane, Olivier Giroud og Kylian Mbappé hafi ekki verið með á æfingunni en allir eru þeir byrjunarliðsmenn í franska landsliðinu.

Meiðsli þeirra eru þó ekki alvarleg og er reiknað því að þeir verði allir með í úrslitaleiknum á sunnudaginn þar sem Frakkar eru taldir sigurstranglegri.

mbl.is