Lovren verðskuldar mikið lof

Dejan Lovren fagnar sigrinum á móti Englendingum.
Dejan Lovren fagnar sigrinum á móti Englendingum. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir að Dejan Lovren verðskuldi mikið lof eftir að komist í úrslit á HM og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á nokkrum mánuðum.

Lovren, sem leikur með Liverpool, verður í eldlínunni með Króötum á sunnudaginn þegar þeir mæta Frökkum í úrslitaleiknum á HM á Luzhniki leikvanginum í Moskvu.

Sjálfur hefur Lovren sagt að hann sé einn besti varnarmaður heims en miðvörðurinn átti góðan leik þegar Króatar lögðu Englendinga að velli í undanúrslitunum í vikunni.

„Fólk dæmir oft annað fólk mjög fljótt. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist áður en ég kom hingað. Frá því kom þá hefur Dejan kannski gert þrenn eða fern mistök, tvenn af þeim komu í leiknum á móti Tottenham og kannski ein í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni. En það er víst að þau hafa ekki verið 15 eða 20,“ segir Klopp á vef Liverpool.

„90% prósent af leikjunum hefur hann spilað frábærlega, 95% hefur hann verið fínn og kannski í 5% leikjanna þá hefur hann ekki verið upp á sinn besta. Hann er svo sannarlega á góðri leið. Ég hef ekki séð alla leikina á HM en marga af þeim og hann hefur átt frábæra keppni til þessa. Ég er mjög ánægður með hann,“ segir Klopp.

mbl.is