Modric hefur hlaupið mest allra á HM

Luka Modric.
Luka Modric. AFP

Luka Modric fyrirliði Króata hefur hlaupið mest allra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi en Króatar mæta Frökkum í úrslitaleiknum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn.

Modric hefur hlaupið samtals 63 kílómetra á mótinu en hafa verður í huga að þrír leikir Króata á mótinu hafa farið í framlengingu. Samherji hans, Ivan Rakitic, hefur hlaupið næst mest eða samtals 62,9 kílómetra og Frakkinn N’Golo Kanté kemur svo næstur en miðjumaðurinn lágvaxni hefur lagt 62,7 kílómetra að baki.

mbl.is