Modric hefur hlaupið mest allra á HM

Luka Modric.
Luka Modric. AFP

Luka Modric fyrirliði Króata hefur hlaupið mest allra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi en Króatar mæta Frökkum í úrslitaleiknum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn.

Modric hefur hlaupið samtals 63 kílómetra á mótinu en hafa verður í huga að þrír leikir Króata á mótinu hafa farið í framlengingu. Samherji hans, Ivan Rakitic, hefur hlaupið næst mest eða samtals 62,9 kílómetra og Frakkinn N’Golo Kanté kemur svo næstur en miðjumaðurinn lágvaxni hefur lagt 62,7 kílómetra að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert