Útilokar ekki 48 lið á HM í Katar

Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. AFP

Gianni Infantino forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins útilokar ekki að 48 lið taki þátt í úrslitakeppni HM í knattspyrnu sem haldin verður í Katar eftir fjögur ár.

„32 eða 48. Um það verður rætt næstu mánuði. Ef það er mögulegt verður tekin ákvörðun um það í rólegheitum. En eins og staðan lítur út í dag verða 32 lið,“ sagði Infantino á fréttamannafundi í Moskvu í dag.

„Við erum ánægðir með 32 lið en ef allir komast að samkomulagi um að hafa þau 48 er möguleiki fyrir okkur að breyta því,“ sagði Infantino og staðfesti að HM í Katar fari fram frá 21. nóvember til 18. desember árið 2022.

mbl.is