Belgar bættu sinn besta árangur á HM

Belgar tóku bronsið á HM í Rússlandi.
Belgar tóku bronsið á HM í Rússlandi. AFP

Belgía og England mættust í Pétursborg í dag í leik um þriðja sætið á heimsmeistaramóti karla í Rússlandi en leiknum lauk með 2:0-sigri Belga. Það var bakvörðurinn Thomas Munier sem kom Belgum yfir strax á 4. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Nacer Chadli.

Það var svo Eden Hazard sem skoraði annað mark Belga á 82. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn og þeir taka því bronsverðlaun á HM í ár. Þetta er besti árangur þeirra frá upphafi á heimsmeistaramóti en enska liðið virtist hafa lítinn áhuga á því að spila leikinn og stillti Gareth Southgate upp hálfgerðu varaliði í dag.

Belgía 2:0 England opna loka
90. mín. Axel Witsel (Belgía) fær gult spjald
mbl.is