„Spila þeir Barcelona-bolta hjá Chelsea?“

Það var stutt í grínið hjá Antoine Griezmann á blaðamannafundi ...
Það var stutt í grínið hjá Antoine Griezmann á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik á HM. AFP

Antoine Griezmann, sóknarmaður franska landsliðsins í knattspyrnu, var í góðu skapi á blaðamannafundi liðsins á dögunum. Frakkar mæta Króötum í úrslitum heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi á morgun, í Moskvu. 

Frakkar slógu Belga úr leik í undanúrslitum keppninnar en margir af leikmönnum belgíska landsliðsins voru svekktir með tapið og skutu fast á franska liðið í leikslok. „Frakkarnir skora með skalla eftir hornspyrnu og gera svo lítið annað en að verjast. Ég hefði frekar viljað tapa fyrir Brasilíu í átta liða úrslitunum, þeir reyndu alla vega að spila knattspyrnu. Frakkar eru ekki fótboltalið,“ sagði Thibaut Courtois, markmaður Belga eftir leikinn.

„Heldur Thibaut Courtois að hann sé að spila Barcelona-bolta hjá Chelsea?“ sagði Griezmann á blaðamannafundi í vikunni. „Mér er sama hvað þeir segja og mér er sama hvernig við spiluðum, við unnum leikinn. Það sama verður uppi á teningnum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mér er alveg sama hvernig við vinnum en við ætlum okkur sigur. Við ætlum okkur að bæta við stjörnu á franska búninginn,“ sagði framherjinn að lokum.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla