Karabatic óvænt með á HM eftir allt

Nikola Karabatic er einn besti handboltamaður í heimi.
Nikola Karabatic er einn besti handboltamaður í heimi. AFP

Nikola Karabatic, einn besti handboltamaður heims, var í dag óvænt kallaður upp í HM-hóp franska landsliðsins og er hann mættur til Berlínar. Frakkar eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu. 

Karabatic meiddist í október og var reiknað með að hann yrði frá keppni í fjóra mánuði og myndi missa af HM. Var hann því ekki í upprunalegum hópi Frakka. Batinn hefur hins vegar verið hraðari en reiknað var með. 

Hann gæti verið í leikmannahópi Frakka í stórleiknum gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. „Hann er tilbúinn og ég veit hann er staðráðinn í að standa sig,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við Le Parisen. 

mbl.is