Sóknarmaður Frankfurt inn í stað Nkunku

Randal Kolo Muani fagnar marki í leik með Eintracht Frankfurt …
Randal Kolo Muani fagnar marki í leik með Eintracht Frankfurt á tímabilinu. AFP/Carlos Costa

Didier Deschamps, þjálfari ríkjandi heimsmeistara Frakklands í knattspyrnu karla, hefur ákveðið að kalla Randal Kolo Muani, sóknarmann Eintracht Frankfurt, inn í lokahópinn fyrir HM 2022 í Katar eftir að Christopher Nkunku þurfti að draga sig úr honum vegna meiðsla.

Muani er 23 ára gamall framherji sem hefur skorað átta mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Frankfurt á tímabilinu.

Var hann keyptur frá Nantes í sumar eftir að hafa leikið vel í frönsku 1. deildinni á síðasta tímabili.

Muani hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Frakkland og komu þeir báðir á þessu ári.

mbl.is