HM í dag: Lið Katar

Hassan al-Haydos er fyrirliði og reyndasti leikmaður Katar.
Hassan al-Haydos er fyrirliði og reyndasti leikmaður Katar. AFP/Karim Jaafar

Katar leikur á sínu fyrsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta á eigin heimavelli.

Katar tapaði 0:2 fyrir Ekvador í fyrstu umferðinni og 1:3 fyrir Senegal í annarri umferð og átti þar með ekki lengur möguleika á að komast í 16-liða úrslit.

Katar er í 50. sæti á heimslista FIFA, í fimmta sæti af Asíuþjóðum, og er ríkjandi Asíumeistari eftir að hafa sigrað Japan í úrslitaleik árið 2019. Katar tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem gestgjafi og þurfti því ekki að taka þátt í undankeppni.

Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos er leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar í Katar með 169 landsleiki en hann hefur leikið allan sinn feril með Al-Sadd, meistaraliði Katar, sem á langflesta leikmennina í landsliðshópnum. Allir leikmenn Katar spila með félagsliðum í heimalandinu.

Félix Sánchez þjálfari Katar ræðir við sína menn á æfingu.
Félix Sánchez þjálfari Katar ræðir við sína menn á æfingu. AFP/Karim Jaafar

Katar vann fimm síðustu vináttulandsleiki sína fyrir HM, í október og nóvember. Katarar unnu Níkaragua 2:1, Gvatemala 2:0, Hondúras 1:0, Panama 2:1 og Albaníu 1:0, en allir leikirnir fóru fram í Marbella á Spáni.

Þjálfari Katar er Félix Sánchez, 46 ára gamall Spánverji sem hefur þjálfað liðið frá árinu 2017 og hefur starfað við þjálfun í landinu í sextán ár.

LIÐ KATAR

Markverðir:
1 Saad Al Sheeb, 32 ára, Al-Sadd, 76 leikir
21 Yousef Hassan, 26 ára, Al-Gharafa, 7 leikir
22 Meshaal Barsham, 24 ára, Al-Sadd, 20 leikir

Varnarmenn:
2 Pedro „Ró-Ró“ Carvalho, 32 ára, Al-Sadd, 80 leikir, 1 mark
3 Abdelkarim Hassan, 29 ára, Al-Sadd, 130 leikir, 15 mörk
5 Tarek Salman, 24 ára, Al-Sadd, 58 leikir
13 Musab Kheder, 29 ára, Al-Sadd, 30 leikir
14 Homam Ahmed, 23 ára, Al-Gharafa, 29 leikir, 2 mörk
15 Bassam Al-Rawi, 24 ára, Al-Duhail, 58 leikir, 2 mörk
16 Boualem Khoukhi, 32 ára, Al-Sadd, 105 leikir, 20 mörk
17 Ismaeel Mohammad, 32 ára, Al-Duhail, 70 leikir, 4 mörk
26 Jassem Gaber, 20 ára, Al-Arabi, nýliði

Miðjumenn:
4 Mohammed Waad, 23 ára, Al-Sadd, 21 leikur
6 Abdulaziz Hatem, 32 ára, Al-Rayyan, 107 leikir, 11 mörk
8 Ali Assadalla, 29 ára, Al-Sadd, 59 leikir, 12 mörk
12 Karim Boudiaf, 32 ára, Al-Duhail, 115 leikir, 8 mörk
20 Salem Al-Hajri, 26 ára, Al-Sadd, 22 leikir
23 Assim Madibo, 26 ára, Al-Duhail, 43 leikir
25 Mostafa Tarek, 21 árs, Al-Sadd, 1 leikur

Framherjar:
7 Ahmed Alaaeldin, 29 ára, Al-Gharafa, 47 leikir, 2 mörk
9 Mohammed Muntari, 28 ára, Al-Duhail, 48 leikir, 13 mörk
10 Hassan Al-Haydos, 31 árs, Al-Sadd, 169 leikir, 36 mörk
11 Akram Afif, 26 ára, Al-Sadd, 89 leikir, 26 mörk
18 Khalid Muneer, 24 ára, Al-Wakrah, 2 leikir
19 Almoez Ali, 26 ára, Al-Duhail, 85 leikir, 42 mörk
24 Naif Al-Hadhrami, 21 árs, Al-Rayyan, 1 leikur

mbl.is