HM í dag: Lið Senegals

Kalidou Koulibaly er fyrirliði Senegals á HM en Chelsea keypti …
Kalidou Koulibaly er fyrirliði Senegals á HM en Chelsea keypti hann af Napoli fyrir 33 milljónir punda í sumar. AFP/Issouf Sanogo

Senegal leikur í þriðja skipti í lokakeppni heimsmeistaramótsins.

Senegal tapaði 0:2 fyrir Hollandi í fyrsta leiknum en sigraði Katar 3:1 í annarri umferð og Ekvador 2:1 í lokaumferð A-riðilsins.

Senegal er í 18. sæti heimslista FIFA, efst Afríkuþjóða. Liðið sló í gegn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, árið 2002, þegar það sigraði ríkjandi heimsmeistara Frakklands í fyrsta leik og komst síðan í átta liða úrslit. Senegalar féllu út í riðlakeppninni í Rússlandi árið 2018.

Senegal komst á HM með því að vinna undanriðil sinn með yfirburðum, gegn Tógó, Namibíu og Kongó, og vann síðan Egyptaland í umspilsleikjum, þar sem vítaspyrnukeppni réð úrslitum eftir að liðin unnu sinn hvorn heimaleikinn 1:0.

Skærasta stjarna Senegals, Sadio Mané, er ekki með vegna meiðsla en margir leikmanna liðsins leika með sterkum liðum í Evrópu. Þar eru fremstir í flokki Édouard Mendy, markvörður, og varnarmaðurinn Kalidou Kolibaly en þeir leika báðir með Chelsea. Idrissa Gueye, miðjumaður Everton, gæti slegið landsleikjamet Senegals á HM og leikið sinn 100. leik ef liðið kemst í útsláttarkeppnina.

Aliou Cissé var fyrirliði Senegal á HM 2002 og hefur …
Aliou Cissé var fyrirliði Senegal á HM 2002 og hefur þjálfað liðið síðustu sjö árin. AFP/Ozan Kose

Senegal lék tvo vináttuleiki fyrir HM, báða í september. Liðið vann Bólivíu 2:0 í Frakklandi og gerði 1:1-jafntefli við Íran í Austurríki.

Aliou Cissé er þjálfari Senegals en hann er 46 ára gamall heimamaður sem sjálfur lék 35 landsleiki og var fyrirliði á HM 2002. Hann hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2015. Hann lék lengst af í Frakklandi, m.a. með París SG. en einnig með ensku liðunum Birmingham og Portsmouth.

LIÐ SENEGALS:

Markverðir:
1 Seny Dieng, 27 ára, QPR (Englandi), 4 leikir
16 Édouard Mendy, 30 ára, Chelsea (Englandi), 25 leikir
23 Alfred Gomis, 29 ára, Rennes (Frakklandi) 14 leikir

Varnarmenn:
2 Fodé Ballo-Touré, 25 ára, AC Milan (Ítalíu), 14 leikir
3 Kalidou Koulibaly, 31 árs, Chelsea (Englandi), 64 leikir
4 Pape Abou Cissé, 27 ára, Olympiacos (Grikklandi), 13 leikir, 1 mark
10 Moussa N'Diaye, 20 ára, Anderlecht (Belgíu), nýliði
12 Youssouf Sabaly, 29 ára, Real Betis (Spáni), 24 leikir
13 Ismail Jakobs, 23 ára, Mónakó (Frakklandi), 2 leikir
14 Formose Mendy, 21 árs, Amiens (Frakklandi), 2 leikir
22 Abdou Diallo, 26 ára, RB Leipzig (Þýskalandi), 18 leikir 2 mörk

Miðjumenn:
5 Idrissa Gueye, 33 ára, Everton (Englandi), 96 leikir, 7 mörk
6 Nampalys Mendy, 30 ára, Leicester (Englandi), 18 leikir
8 Cheikhou Kouyaté, 32 ára, Nottingham Forest (Englandi), 83 leikir, 4 mörk
11 Pathé Ciss, 28 ára, Valladolid (Spáni), 1 leikur
15 Krépin Diatta, 23 ára, Mónakó (Frakklandi), 26 leikir, 2 mörk
17 Pape Matar Sarr, 20 ára, Tottenham (Englandi), 10 leikir
24 Moustapha Name, 27 ára, Pafos (Kýpur), 6 leikir
25 Mamadou Loum, 25 ára, Reading (Englandi), 3 leikir
26 Pape Gueye, 23 ára, Marseille (Frakklandi) 12 leikir

Sóknarmenn:
7 Nicholas Jackson, 21 árs, Villarreal (Spáni), nýliði
9 Iliman Ndiaye, 22 ára, Sheffield United (Englandi), 2 leikir
18 Ismaila Sarr, 24 ára, Watford (Englandi), 48 leikir, 10 mörk
19 Famara Diédhiou, 29 ára, Alanyaspor (Tyrklandi), 25 leikir, 10 mörk
20 Bamba Dieng, 22 ára, Marseille (Frakklandi), 13 leikir, 1 mark
21 Boulaye Dia, 26 ára, Salernitana (Ítalíu), 19 leikir, 3 mörk

mbl.is