Sagðir íhuga málsókn á hendur FIFA

Einungis er hægt að kaupa óáfengan bjór á leikvöngunum sem …
Einungis er hægt að kaupa óáfengan bjór á leikvöngunum sem spilað er á í Katar. AFP/Miguel Medina

Forráðamenn bandaríska bjórframleiðandans Budweiser íhuga nú málsókn á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA.

Er það breski miðillinn The Times sem greinir frá þessu en einungis tveimur dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Katar tilkynntu mótahaldarar þar í landi að ekki yrði hægt að kaupa bjór á leikvöngunum átta þar sem leikið er á mótinu.

Budweiser er einn af aðalstyrktaraðilum FIFA en bannað er að neyta áfengis á almannafæri í Katar.

Í dag er því einungis hægt að kaupa bjór á mótinu á afskekktum stuðningsmannasvæðum og nokkuð fjarri þeim svæðum þar sem flestir áhorfendur á mótinu munu koma til með að safnast saman fyrir leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert