HM í dag: Lið Argentínu

Lionel Messi gengur frá borði fagurlega skreyttrar flugvélar argentínska liðsins …
Lionel Messi gengur frá borði fagurlega skreyttrar flugvélar argentínska liðsins við komuna til Doha. AFP/Odd Andersen

Argentínumenn taka þátt í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta í átjánda skipti.

Argentína tapaði óvænt 1:2 fyrir Sádi-Arabíu í fyrstu umferðinni en vann Mexíkó 2:0 í annarri umferð og Pólland 2:0 í þriðju umferð. Í 16-liða úrslitum vann Argentína sigur á Ástralíu, 2:1, og liðið vann Holland í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum eftir að liðin skildu jöfn, 2:2. Í undanúrslit vann Argentína sigur á Króatíu, 3:0.

Argentína er í þriðja sæti heimslista FIFA, á eftir Brasilíu og Belgíu, og hefur verið með í lokakeppni HM samfleytt frá árinu 1974, og fimm sinnum ár á undan. Argentína varð heimsmeistari 1978 og 1986 og fékk silfurverðlaunin 1930, 1990 og 2014. Liðið féll út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi 2018. 

Argentína komst á HM með því að enda í öðru sæti í Suður-Ameríku, á eftir Brasilíu, og tapaði ekki í 17 leikjum sínum í undankeppninni.

Lionel Messi er að sjálfsögðu aðalstjarna Argentínu og fyrirliði liðsins, og bundnar eru vonir við að hann leiði liðið til sigurs á heimsmeistaramótinu sem yrði fyrsti heimsmeistaratitill þjóðarinnar frá því Messi fæddist. Með honum í sóknarlínu Argentínu er einn efnilegasti framherji heims, Julián Álvarez, og argentínska liðið mætir ákaflega vel mannað til leiks í Katar.

Lionel Scaloni þjálfari Argentínu ræðir við Ángel Correa, einn af …
Lionel Scaloni þjálfari Argentínu ræðir við Ángel Correa, einn af sóknarmönnum liðsins. AFP/Alejandro Pagni

Argentínumenn léku þrjá vináttuleiki fyrir HM. Í september unnu þeir Hondúras 3:0 í Miami og Jamaíku 3:0 í New Jersey og síðasta miðvikudag unnu þeir Sameinuðu furstadæmin í Abu Dhabi, 5:0. Argentína hefur ekki tapað leik síðan 3. júlí 2019 og hefur leikið 36 landsleiki í röð án þess að bíða lægri hlut.

Lionel Scaloni þjálfar lið Argentínu og hefur stýrt því frá árinu 2018. Hann er 44 ára og lék sjálfur sjö landsleiki fyrir Argentínu en lék lengst af sínum ferli á Spáni. 

LIÐ ARGENTÍNU:

Markverðir:
1 Franco Armani, 36 ára, River Plate, 18 leikir
12 Gerónimo Rulli, 30 ára, Villarreal (Spáni), 4 leikir
23 Emiliano Martínez, 30 ára, Aston Villa (Englandi), 19 leikir

Varnarmenn:
2 Juan Foyth, 24 ára, Villarreal (Spáni), 16 leikir
3 Nicolás Tagliafico, 30 ára, Lyon (Frakklandi), 42 leikir
4 Gonzalo Montiel, 25 ára, Sevilla (Spáni), 18 leikir
6 Germán Pezzella, 31 árs, Real Betis (Spáni), 32 leikir, 2 mörk
8 Marcos Acuna, 31 árs, Sevilla (Spáni), 43 leikir
13 Cristian Romero, 24 ára, Tottenham (Englandi), 12 leikir, 1 mark
19 Nicolás Otamendi, 34 ára, Benfica (Portúgal), 93 leikir, 4 mörk
25 Lisandro Martínez, 24 ára, Manchester United (Englandi), 10 leikir
26 Nahuel Molina, 24 ára, Atlético Madrid (Spáni), 20 leikir

Miðjumenn:
5 Leandro Paredes, 28 ára, Juventus (Ítalíu), 46 leikir, 4 mörk
7 Rodrigo De Paul, 28 ára, Atlético Madrid (Spáni), 44 leikir, 2 mörk
14 Exequiel Palacios, 24 ára, Leverkusen (Þýskalandi), 20 leikir
16 Thiago Alamda, 21 árs, Atlanta United (Bandaríkjunum), 1 leikur
17 Alejandro Gómez, 34 ára, Sevilla (Spáni), 15 leikir, 3 mörk
18 Guido Rodríguez, 28 ára, Real Betis (Spáni), 26 leikir, 1 mark
20 Alexis Mac Allister, 23 ára, Brighton (Englandi), 8 leikir
24 Enzo Fernández, 21 árs, Benfica (Portúgal), 3 leikir

Sóknarmenn:
9 Julián Álvarez, 22 ára, Manchester City (Englandi), 12 leikir, 3 mörk
10 Lionel Messi, 35 ára, París SG (Frakklandi), 165 leikir, 91 mark
11 Ángel Di María, 34 ára, Juventus (Ítalíu), 124 leikir, 27 mörk
15 Ángel Correa, 27 ára, Atlético Madrid (Spáni), 22 leikir, 3 mörk
21 Paulo Dybala, 29 ára, Roma (Ítalíu), 34 leikir, 3 mörk
22 Lautaro Martínez, 25 ára, Inter Mílanó (Ítalíu), 40 leikir, 21 mark

mbl.is