HM í dag: Lið Danmerkur

Christian Eriksen fremstur í flokki á æfingu danska liðsins í …
Christian Eriksen fremstur í flokki á æfingu danska liðsins í Doha. AFP/Natalia Kolesnikova

Danir leika á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í sjötta sinn.

Danir gerðu markalaust jafntefli við Túnis í fyrstu umferðinni og töpuðu 1:2 fyrir Frökkum í annarri umferð.

Danir eru í 10. sæti á heimslista FIFA, í áttunda sæti af Evrópuþjóðum. Þeir náðu sínum besta árangri á HM árið 1998 þegar þeir komust í átta liða úrslit en þeir féllu út í 16-liða úrslitum 1986, 2002 og 2018 og komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2010.

Danir komust á HM með því að vinna sinn undanriðil þar sem þeir fengu 27 stig af 30 mögulegum gegn Skotlandi, Ísrael, Austurríki, Færeyjum og Moldóvu.

Christian Eriksen er fyrirliði Dana og þeirra lykilmaður en hann náði því markmiði sínu að komast á HM þrátt fyrir hjartastoppið sem hann varð fyrir í júní 2021. Hann var yngsti leikmaður HM árið 2010 og þrátt fyrir að vera rétt orðinn þrítugur er hann fjórði leikjahæstur og fimmti markahæstur í sögu danska landsliðsins. Simon Kjær er sá eini í núverandi hópi Dana sem hefur leikið fleiri landsleiki en Eriksen.

Kasper Hjulmand þjálfari Dana gefur ungum aðdáanda eiginhandaráritun í Doha.
Kasper Hjulmand þjálfari Dana gefur ungum aðdáanda eiginhandaráritun í Doha. AFP/Natalia Kolesnikova

Danska liðið lék tvo síðustu leiki sína fyrir HM í september, í Þjóðadeildinni, þegar liðið lagði frönsku heimsmeistarana að velli, 2:0, á Parken eftir að hafa tapað 2:1 fyrir Króatíu á útivelli.

Kasper Hjulmand þjálfar danska liðið en hann tók við því sumarið 2020. Hjulmand er fimmtugur Dani sem áður þjálfaði lengst lið Nordsjælland og Lyngby en einnig Mainz í Þýskalandi eitt tímabil.

LIÐ DANMERKUR:

Markverðir:
1 Kasper Schmeichel, 36 ára, Nice (Frakklandi), 86 leikir
16  Oliver Christensen, 23 ára, Hertha Berlín (Þýskalandi), 1 leikur
22 Frederik Rönnow, 30 ára, Union Berlín (Þýskalandi), 8 leikir

Varnarmenn:
1 Joachim Andersen, 26 ára, Crystal Palace (Englandi), 19 leikir
3 Victor Nelsson, 24 ára, Galatasaray (Tyrklandi), 7 leikir
4 Simon Kjær, 33 ára, AC Milan (Ítalíu), 121 leikur, 5 mörk
5 Joakim Mæhle, 25 ára, Atalanta (Ítalíu), 31 leikir, 9 mörk
6 Andreas Christensen, 26 ára, Barcelona (Spáni), 58 leikir, 2 mörk
13 Rasmus Kristensen, 25 ára, Leeds (Englandi), 10 leikir
17 Jens Stryger Larsen, 31 árs, Trabzonspor (Tyrklandi), 49 leikir, 3 mörk
18 Daniel Wass, 33 ára, Bröndby, 44 leikir, 1 mark
26 Alexander Bah, 24 ára, Benfica (Portúgal), 4 leikir, 1 mark

Miðjumenn:
7 Mathias Jensen, 26 ára, Brentford (Englandi), 20 leikir, 1 mark
8 Thomas Delaney, 31 árs, Sevilla (Spáni), 71 leikur, 7 mörk
10 Christian Eriksen, 30 ára, Manchester United (Englandi), 117 leikir, 39 mörk
15 Christian Nörgaard, 28 ára, Brentford (Englandi), 17 leikir, 1 mark
23 Pierre-Emile Höjberg, 27 ára, Tottenham (Englandi), 60 leikir, 5 mörk

Sóknarmenn:
9 Martin Braithwaite, 31 árs, Espanyol (Spáni), 62 leikir, 10 mörk
11 Andreas Skov Olsen, 22 ára, Club Brugge (Belgíu), 23 leikir, 8 mörk
12 Kasper Dolberg, 25 ára, Sevilla (Spáni), 37 leikir, 11 mörk
14 Mikkel Damsgaard, 22 ára, Brentford (Englandi), 18 leikir, 4 mörk
19 Jonas Wind, 23 ára, Wolfsburg (Þýskalandi), 15 leikir, 5 mörk
20 Yussuf Poulsen, 28 ára, RB Leipzig (Þýskalandi), 68 leikir, 11 mörk
21 Andreas Cornelius, 29 ára, Köbenhavn, 41 leikur, 9 mörk
24 Robert Skov, 26 ára, Hoffenheim (Þýskalandi), 11 leikir, 5 mörk
25 Jesper Lindström, 22 ára, Eintracht Frankfurt (Þýskalandi), 6 leikir, 1 mark

mbl.is