HM í dag: Lið Mexíkó

Hirving Lozano er öflugur sóknarmaður Mexíkóa.
Hirving Lozano er öflugur sóknarmaður Mexíkóa. AFP/Mladen Antonov

Mexíkó leikur á sínu sautjánda heimsmeistaramóti karla í fótbolta.

Mexíkó gerði markalaust jafntefli við Pólland í fyrstu umferðinni og tapaði 0:2 fyrir Argentínu í annarri umferð.

Mexíkó er í 13. sæti á heimslista FIFA, fremst liða Norður- og Mið-Ameríku. Í þau sextán skipti sem Mexíkóar hafa leikið á HM hafa þeir tvisvar komist í 8-liða úrslit, í bæði skiptin á heimavelli árin 1970 og 1986. Þeir hafa fallið út í 16-liða úrslitum á síðustu sjö mótum í röð. Mexíkó var með á fyrsta mótinu árið 1930 og hefur aðeins misst af þremur lokamótum frá 1950.

Mexíkó komst á HM með því að hafna í öðru sæti í úrslitakeppni Norður- og Mið-Ameríku, eftir að hafa setið hjá í fyrstu tveimur umferðunum. Mexíkó var á eftir Kanada en á undan Bandaríkjunum, Kostaríku, Panama, Jamaíku, El Salvador og Hondúras.

Hirving Lozano, sóknarmaður Mexíkó, leikur með einu heitasta liði Evrópu í dag, Napoli á Ítalíu, en hann er þar á sínu fjórða tímabili. Fyrirliðinn Andrés Guardado varð í haust leikjahæsti landsliðsmaður Mexíkó frá upphafi en hann á 178 landsleiki að baki. Sóknarmaðurinn Raúl Jiménez hefur verið drjúgur markaskorari með Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Gerardo Martino er þrautreyndur þjálfari Mexíkóa.
Gerardo Martino er þrautreyndur þjálfari Mexíkóa. AFP/Frederic J. Brown

Mexíkóar léku tvo vináttuleiki í Bandaríkjunum í september þar sem þeir töpuðu 2:3 fyrir Kólumbíu en unnu Perú 1:0. Þeir sigruðu síðan Írak 4:0 á Spáni fyrr í þessum mánuði.

Gerardo Martino þjálfar lið Mexíkó en hann er sextugur Argentínumaður og hefur þjálfað liðið í tæp fjögur ár. Martino lék sjálfur einn landsleik fyrir Argentínu og þjálfaði stórlið Barcelona á Spáni tímabilið 2013-14. Hann var landsliðsþjálfari Argentínu næstu tvö ár á eftir en hafði áður þjálfað landslið Paragvæ. Martino þjálfaði einnig Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni og áður mörg félagslið í Argentínu og Paragvæ.

LIÐ MEXÍKÓ:

Markverðir:
1 Alfredo Talavera, 40 ára, Juárez, 40 leikir
12 Rodolfo Cota, 35 ára, León, 8 leikir
13 Guillermo Ochoa, 37 ára, América, 131 leikur

Varnarmenn:
2 Néstor Araujo, 31 árs, América, 63 leikir, 3 mörk
3 César Montes, 25 ára, Monterrey, 30 leikir, 1 mark
5 Johan Vásquez, 24 ára, Cremonese (Ítalíu), 7 leikir
6 Gerardo Arteaga, 24 ára, Genk (Belgíu), 17 leikir, 1 mark
15 Héctor Moreno, 34 ára, Monterrey, 128 leikir, 5 mörk
19 Jorge Sánchez, 24 ára, Ajax (Hollandi), 26 leikir, 1 mark
23 Jesús Gallardo, 28 ára, Monterrey, 78 leikir, 1 mark
26 Kevin Álvarez, 23 ára, Pachuca, 8 leikir

Miðjumenn:
4 Edson Álvarez, 25 ára, Ajax (Hollandi), 58 leikir, 3 mörk
7 Luis Romo, 27 ára, Monterrey, 27 leikir, 1 mark
8 Carlos Rodríguez, 25 ára, Cruz Azul, 36 leikir
14 Érick Gutiérrez, 27 ára, PSV Eindhoven (Hollandi), 34 leikir, 1 mark
16 Héctor Herrera, 32 ára, Houston Dynamo (Bandaríkjunum), 102 leikir, 10 mörk
17 Orbelín Pineda, 26 ára, AEK Aþena (Grikklandi), 50 leikir, 6 mörk
18 Andrés Guadardo, 36 ára, Real Betis (Spáni), 178 leikir, 28 mörk
21 Uriel Antuna, 25 ára, Cruz Azul, 36 leikir, 9 mörk
24 Luis Chávez, 26 ára, Pachuca, 9 leikir
25 Roberto Alvarado, 24 ára, Guadalajara, 31 leikur, 4 mörk

Sóknarmenn:
9 Raúl Jiménez, 31 árs, Wolverhampton (Englandi), 95 leikir, 29 mörk
10 Alexis Vega, 24 ára, Guadalajara, 22 leikir, 6 mörk
11 Rogelio Funes Mori, 31 árs, Monterrey, 16 leikir, 6 mörk
20 Henry Martín, 30 ára, América, 27 leikir, 6 mörk
22 Hirving Lozano, 27 ára, Napoli (Ítalíu), 60 leikir, 16 mörk 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert