Þjóðverjar sendu skilaboð á vellinum

Þýsku landsliðsmennirnir héldu fyrir munninn.
Þýsku landsliðsmennirnir héldu fyrir munninn. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Leikmenn þýska karlalandsliðsins í fótbolta sendu skýr skilaboð til Alþjóða knattspyrnusambandsins áður en leikur þeirra við Japan hófst í Katar í dag.

Þeir stilltu sér upp í hefðbundna liðsmyndatöku og héldu þar fyrir munninn, allir sem einn, og vildu með því mótmæla aðgerðum FIFA sem bannaði fyrirliðum liðanna að nota regnbogaarmbandið á leikjunum á heimsmeistaramótinu.

Manuel Neuer fyrirliði Þjóðverja mætti til leiks með sína útgáfu …
Manuel Neuer fyrirliði Þjóðverja mætti til leiks með sína útgáfu af OneLove-fyrirliðabandinu sem var bannað af FIFA. Á því stendur "enga fordóma." AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert