HM í dag: Lið Portúgals

Cristiano Ronaldo teygir úr sér á æfingu portúgalska liðsins í …
Cristiano Ronaldo teygir úr sér á æfingu portúgalska liðsins í Katar. AFP/Patricia de Melo Moreira

Portúgalir eru mættir á sitt áttunda heimsmeistaramót karla í fótbolta.

Portúgal sigraði Gana 3:2 í fyrstu umferð riðlakeppninnar og Úrúgvæ 2:0 í annarri umferð og voru þar með komnir í sextán liða úrslitin. Þeir töpuðu síðan 1:2 fyrir Suður-Kóreu. Í 16-liða úrslitum vann Portúgal stórsigur á Sviss, 6:1.

Portúgal er í níunda sæti á heimslista FIFA, í sjöunda sæti af Evrópuþjóðum. Þetta er sjötta HM hjá Portúgal í röð, liðið hefur alltaf verið með frá árinu 2002, en fram að því komust Portúgalir aðeins á HM 1966 og 1986. Þeir náði þó sínum besta árangri á fyrsta mótinu, þegar þeir fengu bronsverðlaunin á Englandi árið 1966. Portúgal komst í annað sinn í undanúrslit árið 2006 og hafnaði þá í fjórða sæti en hefur síðan lengst komist í 16-liða úrslit.

Portúgal hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni HM, á eftir Serbíu en á undan Írlandi, Lúxemborg og Aserbaídsjan. Liðið fór því í umspil, vann þar Tyrkland 3:1 í undanúrslitum og síðan Norður-Makedóníu 2:0 í úrslitaleik um sæti á HM.

Cristiano Ronaldo er fyrirliði Portúgals og verður að vanda í sviðsljósinu, ekki síst núna eftir brotthvarf hans frá Manchester United. Ronaldo mætir til leiks sem þriðji leikjahæsti landsliðsmaður heims og sá markahæsti. Fyrrvarandi samherji hans hjá United, Bruno Fernandes, er líka í stóru hlutverki og hinn 39 ára gamli Pepe er enn í vörninni.

Fernando Santos hefur stýrt Portúgal í ríflega 100 landsleikjum á …
Fernando Santos hefur stýrt Portúgal í ríflega 100 landsleikjum á undanförnum átta árum. AFP/Patricia de Melo Moreira

Portúgal vann Nígeríu 4:0 í vináttulandsleik á fimmtudaginn var og spilaði tvo leiki í Þjóðadeildinni í september. Þá vann liðið 4:0-útisigur á Tékkum en tapaði 0:1 heima fyrir Spánverjum.

Fernando Santos þjálfar lið Portúgals en hann er 68 ára Portúgali sem hefur þjálfað liðið í átta ár. Það varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016. Santos hefur þjálfað öll stóru liðin í Portúgal, sem og AEK, Panathinaikos og PAOK í Grikklandi, og stýrði gríska landsliðinu á árunum 2010 til 2014.

LIÐ PORTÚGALS:

Markverðir:
1 Rui Patrício, 34 ára, Roma (Ítalíu), 105 leikir
12 José Sá, 29 ára, Wolves (Englandi), nýliði
22 Diogo Costa, 23 ára, Porto, 7 leikir

Varnarmenn:
2 Diogo Dalot, 23 ára, Manchester United (Englandi), 7 leikir, 2 mörk
3 Pepe, 39 ára, Porto, 129 leikir, 7 mörk
4 Rúben Dias, 25 ára, Manchester City (Englandi), 40 leikir, 2 mörk
5 Raphaël Guerreiro, 28 ára, Dortmund (Þýskalandi), 57 leikir, 3 mörk
13 Danilo Pereira, 31 árs, París SG (Frakklandi), 63 leikir, 2 mörk
19 Nuno Mendes, 20 ára, París SG (Frakklandi), 17 leikir
20 Joao Cancelo, 28 ára, Manchester City (Englandi), 37 leikir, 7 mörk
24 António Silva, 19 ára, Benfica, 1 leikur

Miðjumenn:
6 Joao Palhinha, 27 ára, Fulham (Englandi), 15 leikir, 2 mörk
8 Bruno Fernandes, 28 ára, Manchester United (Englandi), 49 leikir, 11 mörk
10 Bernardo Silva, 28 ára, Manchester City (Englandi), 73 leikir, 8 mörk
14 William Carvalho, 30 ára, Real Betis (Spáni), 76 leikir, 5 mörk
16 Vitinha, 22 ára, París SG (Frakklandi), 5 leikir
17 Joao Mário, 29 ára, Benfica, 53 leikir, 3 mörk
18 Rúben Neves, 25 ára, Wolves (Englandi), 32 leikir
23 Matheus Nunes, 24 ára, Wolves (Englandi), 9 leikir, 1 mark
25 Otávio, 27 ára, Porto, 8 leikir, 2 mörk

Sóknarmenn:
7 Cristiano Ronaldo, 37 ára, án liðs, 191 leikur, 117 mörk
9 André Silva, 27 ára, RB Leipzig (Þýskalandi), 52 leikir, 19 mörk
11 Joao Félix, 23 ára, Atlético Madrid (Spáni), 24 leikir, 3 mörk
15 Rafael Leao, 23 ára, AC Milan (Ítalíu), 11 leikir
21 Ricardo Horta, 28 ára, Braga, 6 leikir, 1 mark
26 Goncalo Ramos, 21 árs, Benfica, 1 leikur, 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert