HM-pistill: Verðum að bjarga gildum fótboltans

Phillip Lahm er ekki hrifinn af Gianni Infantino.
Phillip Lahm er ekki hrifinn af Gianni Infantino. AFP/Kirill Kudryavtsev

Heimsmeistaramótið byrjaði með fordómum gegn Evrópu. Gianni Infantino, forseti FIFA, réðst á Evrópu í ræðu sinni. Hann sakaði fulltrúa Evrópu um hroka, hræsni, sjálfhverfu og Evrósentrisma.

Hann leit hins vegar fram hjá einum hlut: Evrópa er hringiða fótboltans. Í sögulegu, menningarlegu, fjárhagslegu og íþróttalegu samhengi. Aðeins í Evrópu er hægt að eiga góðan feril á hæsta stigi.

Evrópa er með yfirburði í samtímafótbolta. Það kemur alltaf betur í ljós, á alþjóðlegum mótum. Síðast þegar mikilvægur leikur á HM var spilaður án Evrópuþjóðar var fyrir þremur aldarfjórðungum. Síðustu fjórir heimsmeistarar eru Ítalía, Spánn, Þýskaland og Frakkland. Þrír af fjórum andstæðingum þeirra voru Evrópuþjóðir. Árið 2006 og 2018 voru aðeins Evrópuþjóðir í undanúrslitum.

Yfirburðir Evrópu í félagsliðafótbolta eru enn meiri. Allt fer í gegnum Evrópu. Þar eru fimm stærstu deildirnar og þær hafa aðeins stækkað frá því að Meistaradeildin var sett á laggirnar 1992. Síðustu heimsklassa leikmennirnir sem léku ekki í Evrópu voru Pelé og Zico. Diego Maradona átti sín bestu ár á Spáni og Ítalíu. Lionel Messi fór til Barcelona sem barn, Neymar var 21 árs. Í byrjunarliði síðasta liðs utan Evrópu sem varð heimsmeistari, Brasilía árið 2002, var aðeins einn leikmaður sem lék aldrei í Evrópu: Marcos, markvörðurinn.

Lionel Messi kemur við sögu hjá Phillip Lahm.
Lionel Messi kemur við sögu hjá Phillip Lahm. AFP/Kirill Kudryavtsev

Það eru hæfileikaríkir leikmenn um allan heim, Suður-Ameríka elur af sér marga glæsilega knattspyrnumenn og Afríka á mjög góða leikmenn. Þeir fara samt allir í evrópsku deildirnar. Síðustu heimsmeistararnir, þar sem þetta var öðruvísi, voru Brasilía og Argentína á áttunda áratugnum.

Landslið Brasilíu, Argentínu og Úrúgvæ eru nánast einungis skipuð leikmönnum sem spila í ensku, þýsku, spænsku, frönsku og ítölsku deildinni. Lið sem eru öðruvísi skipuð eiga enga möguleika á að komast í undanúrslit á HM, hvað þá vinna mótið. Katar átti ekki möguleika gegn Ekvador, því Enner Valencia, sem lék á Englandi, er aðalframherji Ekvadors.

Fyrstu kynni af HM í ár eru: Evrópa mun svara Infantino á vellinum. England sýndi veikleika í vörn, en skoraði sex mörk á móti Íran. Holland, sem hefur komist þrisvar í úrslit, vann Afríkumeistara Senegal. Ástralía verður ekki síðasti mótherjinn sem Frakkar verða með mikla yfirburði í öllum stöðum gegn. Frá fyrstu mínútu sýndi spænska liðið takta sem skilur það frá öllum öðrum liðum mótsins: Að halda boltanum í sókn. 7:0-sigurinn gegn Kostaríku var ójafn leikur. Belgía, Danmörk, Pólland, Wales og Króatía líta einnig vel út og eru skipulögð. Evrópskir leikmenn spila vel, og þess vegna er HM spennandi.

Spánverjar völtuðu yfir Kostaríka.
Spánverjar völtuðu yfir Kostaríka. AFP/Kirill Kudryavtsev

Ítalía, Evrópumeistararnir, eru ekki einu sinni með, né Svíþjóð og Ungverjaland, sem hafa komist í úrslit. Þá eru hvorki Slóvakía né Tékkland með, en þegar þau voru Tékkóslóvakía komust þau í tvígang í úrslit. Erling Haaland, sem verður mögulega farsælasti framherji næsta áratug, er ekki með í Katar, því undankeppnin í Evrópu var of góð fyrir norska liðið. Ef HM-sætin yrðu veitt á íþróttalegum grunni, væri Evrópa með fleiri en 13 af 32 þátttakendum.

Aðeins Þýskaland náði sér ekki á strik, eftir að hafa verið 1:0 yfir. Hansi Flick svipti liðið stöðugleikanum með því að taka leikmenn sem spila með Bayern München, Chelsea og Manchester City af velli og setja reynsluminni leikmenn inn á í staðinn. Þýskaland sigraði sjálft sig, því tveir leikmenn úr þýsku 1. deildinni tryggðu japanska liðinu sigurinn.

Evrópuliðin eru yfirleitt staðföst þegar heimurinn hittist í Katar. Ef það er eitt sem má gagnrýna Evrópu fyrir er að hún hefur svikið gildin sem heimsálfa upplýsingaaldarinnar. Í mörg ár snerist fótboltinn í Evrópu um gróða einstaklinga, í staðinn fyrir ábyrgðina sem fótbolti hefur í samfélaginu.

Hvað kom fyrir FIFA, evrópsk samtök í Zürich, sem voru fundin upp af Svíþjóð, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Danmörku og Sviss, til að auka samstarf?

Phillip Lahm vill að fótboltinn leiti aftur í ræturnar.
Phillip Lahm vill að fótboltinn leiti aftur í ræturnar. AFP/François-Xavier

Fótboltinn þarf nýja fulltrúa til að komast í gegnum þessa trúverðugleikakrísu. Fótboltinn þarf að leita aftur í ræturnar. Fyrir einni og hálfri öld hóf fótboltinn sigurgöngu sína um heiminn á Englandi, Skotlandi, Sviss og stuttu síðar á Spáni og í Þýskalandi. Fótboltinn varð gríðarlega vinsæll, því hann var íþrótt verkalýðsins og lýðræðisvæðingunnar. Hann hjálpaði til við félagslegar framfarir og krafðist sanngirnis.

Í dag eru þessar rætur ástæður styrkleika fótboltans. Nú þarf að verja ræturnar. Fyrir Evrópu, snýst þetta um sjálfshjálp. Samvinna er nauðsynleg, fótbolti er liðsíþrótt.

Fyrstu skrefin hafa verið tekin. Að finnast það rangt að Katar hafi verið veitt HM fyrir 12 árum er orðið að stælum. Evrópsk sambönd vildu sameina krafta sína í Katar og senda merki um fjölbreytileika með litríku fyrirliðabandi. Það var barnalegt að treysta á að FIFA myndi styðja það. Evrópa er á eftir í vandabaráttu við Infantino, sem er Svisslendingur af ítölskum uppruna.

Philipp Lahm skrifar pistla um knattspyrnu fyrir Morgunblaðið og mbl.is.
Philipp Lahm skrifar pistla um knattspyrnu fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Ljósmynd/Philippe Arlt

Liðin hafa gefið fyrirliðaböndin á bátinn, en það má ekki vera lokaorðið. Sambönd UEFA verða að svara fyrir sig og nota góða frammistöðu á HM sem vopn í þeirri baráttu. Sambönd UEFA verða að gera þetta saman, með vinum frá öðrum heimsálfum. Við verðum að bjarga gildum fótboltans og það sem hann táknar. Þetta er evrópskur leikur.

Phil­ipp Lahm var fyr­irliði þýska landsliðsins í knatt­spyrnu þegar það varð heims­meist­ari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann er móts­stjóri Evr­ópu­móts karla sem fram fer í Þýskalandi árið 2024. Pistl­ar hans, „Mitt sjón­ar­horn“, birt­ast reglu­lega í Morg­un­blaðinu og/​​eða mbl.is. Þeir eru skrifaðir í sam­vinnu við Oli­ver Fritsch, íþrótta­rit­stjóra þýska net­miðils­ins Zeit On-line, og birt­ast í fjöl­miðlum nokk­urra Evr­ópu­landa.

mbl.is

Bloggað um fréttina