Kane klár í slaginn á morgun

Harry Kane verður í eldlínunni á morgun.
Harry Kane verður í eldlínunni á morgun. AFP/Giuseppe Cacace

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, staðfesti í dag að landsliðsfyrirliðinn Harry Kane verði klár í slaginn þegar enska liðið mætir því bandaríska á HM í Katar á morgun.

Kane varð fyrir ökklameiðslum í 6:2-sigri Englands á Íran í fyrstu umferð mótsins, eftir að hafa orðið fyrir slæmri tæklingu snemma í seinni hálfleik. Hann hélt áfram í 25 mínútur, en var að lokum tekinn af velli.

Eftir skoðun er komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. Kane verður því í fremstu víglínu enska liðsins gegn Bandaríkjunum. „Hann er góður og verður klár í slaginn á morgun,“ sagði Southgate við ITV í dag.

mbl.is