Portúgal vann Gana í fimm marka leik

Cristiano Ronaldo undirbýr sitt fræga fagn er hann kom Portúgal …
Cristiano Ronaldo undirbýr sitt fræga fagn er hann kom Portúgal 1:0 yfir í leiknum. AFP/Patricia de Melo

Portúgal sigraði Gana 3:2 í fyrstu umferð H-riðilsins á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á 974-leik­vang­in­um í Doha í Kat­ar í dag. 

Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Andre Ayew jafnaði metin fyrir Gana á 73. mínútu.

Joao Felix kom svo Portúgal aftur yfir á 78. mínútu og varamaður Rafael Leao tvöfaldaði forystu Portúgal-manna aðeins tveimur mínútum síðar. Osman Bukari minnkaði svo muninn aftur í eitt mark á 88. mínútu.

Úrúgvæ og Suður-Kórea mættust fyrr í dag í hinum leik riðilsins sem lauk með 0:0 jafntefli. 

Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og Ganamenn sköpuðu sér ekki færi. Portúgalar héldu boltanum mikið og sendu vel á milli sín en náðu voða lítið að brjóta upp vörn Gana í fyrri hálfleiknum. Gana varðist vel en nýtti sínar stöður í sókninni afar illa. 

Fyrsta færi leiksins fékk Cristiano Ronaldo á tíundu mínútu er Bruno Fernandes þræddi hann í gegn eftir að Ganamenn töpuðu boltanum á miðjunni. Ronaldo tók þó einum og þunga fyrstu snertingu og Lawrence Ati-Zigi át hann og hélt stöðunni 0:0. 

Stuttu síðar fékk Ronaldo fínt skallafæri en hitti boltann ekki vel með höfðinu og hann rann til hliðar. 

Á 32. mínútu kom svo Ronaldo boltanum í netið. Þá vann hann baráttu við Alexander Dijku í teignum og setti hann laglega framhjá Ati-Zigi í markinu. Dómarinn mat þó sem að Ronaldo hafi ýtt í Dijku og dæmdi aukaspyrnu Gana í vil. 

Lawrence Ati Zigi kemur út og étur boltann áður en …
Lawrence Ati Zigi kemur út og étur boltann áður en Cristiano Ronaldo kemst í hann í leiknum í dag. AFP/Odd Andersen

Mohammed Kudus sneri Ruben Neves illa á miðsvæðinu á 55. mínútu og geysti í sókn. Henni lauk með hörkuskoti frá honum utan teigs rétt framhjá. 

Á 63. mínútu byrjaði ballið því þá fékk Portúgal vítaspyrnu. Mohammed Sailsu braut, að mati dómaranna, á Ronaldo inn í teig Gana og Ismail Elfath, dómari, benti á punktinn. Umdeildur dómur var það en vítið stóð og tveimur mínútum síðar steig Ronaldo sjálfur á punktinn og setti hann örugglega í vinstra hornið, 1:0. 

Aðeins átta mínútum síðar eða á 73. mínútu jafnaði Andre Ayew metin fyrir Gana. Þá sendi Kudus boltann þvert fyrir markið, í gegnum klofið á Danilo Pereira, og á Andre Ayew sem skoraði í opið mark. 1:1 og fyrsta Afríkumarkið komið á HM. 

Andre Ayew og Ganamenn fagna jöfnunarmarki fyrirliðans.
Andre Ayew og Ganamenn fagna jöfnunarmarki fyrirliðans. AFP/Manan Vatsyayana

Portúgal komst svo aftur yfir fimm mínútum síðar. Þá sendi Bruno Fernandes Joao Felix í gegn sem kláraði huggulega yfir Ati-Zigi í marki Gana og Portúgal aftur komið yfir, 2:1. 

2:1 varð svo 3:1 tveimur mínútum síðar en þá var Fernandes aftur smiðurinn. Þá sendi hann boltann vinstra megin á varamanninn Rafael Leao sem setti boltann laglega í fjærhornið og gott sem tryggði Portúgal stigin þrjú. En algjört hrun hjá ganverska liðinu. 

Joao Felix fagnar marki sínu en hann kom Portúgal í …
Joao Felix fagnar marki sínu en hann kom Portúgal í 2:1 í dag. AFP/Glyn Kirk
Rafael Leao kemur Portúgal í 3:1 í leiknum í dag.
Rafael Leao kemur Portúgal í 3:1 í leiknum í dag. AFP/Glyn Kirk

Ganamenn gáfust þó ekki upp því á 88. mínútu skallaði varamaðurinn Osman Bukari fyrirgjöf Abdul Rahman Baba í netið á laglegan máta og minnkaði muninn í eitt mark, 2:3. 

9. mínútur voru í uppbótartíma og á síðustu sekúndum hans stal Inaki Williams boltanum af Diogo Costa, markverði Portúgal, og er einn á móti marki. Hann hinsvegar rann áður en hann náði að taka skot og Portúgal slapp með skrekkinn. 

Dómarinn flautaði leikinn af stuttu seinna sem þýðir að Portúgal kemur sér í efsta sæti H-riðilsins með 3 stig. Í öðru og þriðja sæti eru Úrúgvæ og Suður-Kórea og Gana er neðst. 

Portúgal mætir Úrúgvæ næst á mánudaginn kemur kl 19. Gana mætir Suður-Kóreu samdægurs klukkan 13. 

Osman Bukari fagnar marki sínu að hætti Ronaldo er hann …
Osman Bukari fagnar marki sínu að hætti Ronaldo er hann minnkaði muninn í 2:3. AFP/Patricia de Melo Moreira

Lið Portúgal: (4-3-3)

Mark: Diogo Costa.
Vörn: Joao Cancelo, Danilo Pereira, Ruben Dias, Raphael Guerreiro
Miðja:Bernardo Silva (Joao Palhinha 88.), Ruben Neves (Rafael Leao 77.), Bruno Fernandes
Sókn: Otávio (William Carvalho 56.), Cristiano Ronaldo (Goncalo Ramos 88.), Joao Felix (Joao Mario 88. mín)

Lið Gana: (5-4-1)

Mark: Lawrence Ati-Zigi
Vörn: Alidu Seidu (Tariq Lamptey 66.), Daniel Amartey, Alexander Dijku, Mohammed Salisu, Abdul Rahman Baba, 
Miðja: Mohammed Kudus (Osman Bukari 77.), Salis Abdul Samed, Thomas Partey, André Ayew (Jordan Ayew 77.)
Sókn: Inaki Williams

Fyrirliðarnir Cristiano Ronaldo og André Ayew takast í hendur fyrir …
Fyrirliðarnir Cristiano Ronaldo og André Ayew takast í hendur fyrir leik dagsins. AFP/Odd Andersen
Joao Felix og Cristiano Ronaldo hita upp fyrir leik Portúgals …
Joao Felix og Cristiano Ronaldo hita upp fyrir leik Portúgals gegn Gana í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev
Lið Gana fyrir leik.
Lið Gana fyrir leik. AFP/Odd Andersen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert