Fernandes vill meiri gagnrýni á Ronaldo

Bruno Fernandes fagnar Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið gegn Gana …
Bruno Fernandes fagnar Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið gegn Gana í gær. AFP/Khaled Desouki

Bruno Fernandes, fyrrverandi samherji Cristiano Ronaldos hjá Manchester United, segir að vonist til þess að haldið verði áfram að gagnrýna hann næstu daga.

„Ég held að hann njóti þess að fá gagnrýni úr öllum áttum. Ég bið ykkur því öll um að halda áfram að gagnrýna hann því hann spilar aldrei betur en þegar þið gerið það," sagði Fernandes á fréttamannafundi í dag.

Ronaldo skoraði fyrsta mark Portúgals og Fernandes lagði upp hin tvö þegar Portúgal vann Gana 3:2 á heimsmeistaramótinu í fótbolta í gær.

mbl.is