Marokkóskar óeirðir í fjórum hollenskum borgum

Eldur þar sem fótboltaaðdáendur fylgdust með leik Marokkó og Belgíu …
Eldur þar sem fótboltaaðdáendur fylgdust með leik Marokkó og Belgíu í Amsterdam. AFP

Hollenskir óeirðarlögreglumenn beittu kylfum til að leysa upp óeirðir stuðningsmanna Marokkó í þremur borgum í kjölfar 2-0 sigurs Marokkó á Belgíu á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar í dag.

Lögreglan þurfti að skipta sér af hópi stuðningsmanna í Rotterdam, Haag, Amsterdam og Utrecht.

„Stuðningsmenn köstuðu flugeldum og gleri að óeirðarlögreglunni þegar hún gaf út sektir,“ segir í tísti lögreglunnar í Rotterdam.

Óeirðarlögreglan í Amsterdam og Haag þurftu einnig að leysa upp óeirðir marokkóskra fótboltaaðdáenda. Mikill fjöldi aðdáenda marokkóska karlalandsliðsins í fótbolta býr í Hollandi.

mbl.is