Skynsamlegt að hvíla Kane

Harry Kane svekktur eftir að hafa brennt af gegn Bandaríkjunum …
Harry Kane svekktur eftir að hafa brennt af gegn Bandaríkjunum á föstudag. AFP/Kiril Kudryavtsev

„Ég hef ekki áhyggjur af því að Kane hafi ekki enn hitt rammann í keppninni. Við vitum að hann hefur víðtækara hlutverk í þessu enska landsliði,“ sagði Alan Shearer sparkspekingur og fyrrverandi stormsenter ljónanna þriggja, í samtali við BBC.

„Það gæti verið skynsamlegt að hvíla hann fyrir útsláttarkeppnina en eftir að hafa lagt upp tvö mörk í áhrifamikilli liðsframmistöðu gegn Íran fannst mér augljóst að hann var ekki eins og hann á að sér að vera. Hann virkaði þreyttur.

Ég hef lúmskan grun um að Callum Wilson muni koma inn í byrjunarliðið gegn Wales á þriðjudag. England þarf að hrista upp í hlutunum eftir vonbrigðajafntefli gegn Bandaríkjunum á föstudag.“

mbl.is