Hljóp inn á völlinn með regnbogafána

Maðurinn hélt á regnbogafána og hljóp inn á völlinn.
Maðurinn hélt á regnbogafána og hljóp inn á völlinn. AFP

Maður hljóp inn á völlinn í seinni hálfleik þegar Portúgal og Úrúgvæ kepptu í H-riðli heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Lusail í Katar í kvöld.

AFP

Maðurinn var með regnbogafána og klæddist stuttermabol, en á bakhlið bolsins mátti lesa eftirfarandi áletrun: „Virðing fyrir írönskum konum“.

Maðurinn var á vellinum í stutta stund þar til honum var fylgt út af vellinum.

mbl.is