Forsvarsmaður HM viðurkennir fleiri dauðsföll farandverkamanna

HM í Katar hófst 20. nóvember síðastliðinn og stendur til …
HM í Katar hófst 20. nóvember síðastliðinn og stendur til 18. desember næstkomandi. AFP/Karim Jaafar

Hassan Al Thawadi, forsvarsmaður heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar, viðurkenndi í viðtali við fjölmiðlamanninn, Piers Morgan, að á bilinu 400-500 farandverkamenn hafi týnt lífinu í tengslum við uppbyggingu mannvirkja sem tengjast HM í Katar, annarra en leikvanganna sjálfra.

Skipuleggjendur keppninnar hafa hingað til sagt að þrír farandverkamenn hafi látist í tengslum við uppbyggingu annarra mannvirkja og 37 að auki af öðrum ástæðum ótengdum þeirra vinnu.

„Eitt dauðsfall er einu dauðsfalli of mikið, en öryggis- og heilbrigðisaðstæður hafa verið bættar með hverju árinu,“ sagði Al Thawadi.

mbl.is