Kemur alltaf maður í manns stað

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, á æfingu liðsins í gær.
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, á æfingu liðsins í gær. AFP/Paul Ellis

„Hvort sem ég er heill heilsu eða ekki, getur hver sem er komið inn í hvaða stöðu sem er,“ sagði Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, í samtali við BBC í aðdraganda leiks Englands og Wales í lokaumferð B-riðils heimsmeistaramóts karla í fótbolta í kvöld.

Kane fékk högg á fótinn í fyrsta leik Englands í riðlinum gegn Íran og var tekin af velli á 76. mínútu leiksins. Hann var sendur í myndatöku en lék svo allar 90 mínúturnar gegn Bandaríkjunum á föstudag.

Kane sagði havaríið í kringum meiðsli hans svipuð og þau sem voru í kringum meiðsli David Beckham og Wayne Rooney á stórmótum í fótbolta á sínum tíma.

„Við erum með sterkan hóp og hvort sem ég spila eða ekki kemur alltaf maður í manns stað.“

England situr á toppi B-riðils með fjögur stig og dugar jafntefli til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.

Leikur Wales og Englands hefst klukkan 19 í kvöld. Mbl.is fylgist vel með og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert