Snýst ekki um að halda öllum góðum

Gareth Southgate kampakátur á æfingu enska landsliðsins.
Gareth Southgate kampakátur á æfingu enska landsliðsins. AFP/Paul Ellis

„Við erum með 26 manna leikmannahóp og það er alltaf áskorun að halda öllum ánægðum en við erum á heimsmeistaramóti og það snýst ekki um að halda öllum góðum, sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, sem mætir Wales í lokaleik sínum í B-riðli heimsmeistarmóts karla í fótbolta í kvöld.

„Við gætum hugsað um að gefa hinum og þessum leikreynslu ef við værum öruggir áfram en við erum lánsamir að okkar leikmenn eru alvöru atvinnumenn sem skilja okkar stöðu. Menn þurfa að æfa vel og styðja við þá sem spila og vera klárir ef og þegar kallið kemur.“

England situr á toppi B-riðils með fjögur stig og dugar jafntefli til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.

Leikur Wales og Englands hefst klukkan 19 í kvöld. Mbl.is fylgist vel með og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

mbl.is