Talibanar sagðir hafa hagnast um milljarða á uppbyggingu fyrir HM

Meðlimir hreyfingar Talibana við útskrift lögreglumanna í Kabúl í Afganistan …
Meðlimir hreyfingar Talibana við útskrift lögreglumanna í Kabúl í Afganistan í mars síðastliðnum. AFP/Wakil Kohsar

Heimildir herma að hreyfing Talibana í Afganistan hafi hagnast um milljarða króna á uppbyggingu fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar. Breski miðillinn, Telegraph, greinir frá.

Heimildir miðilisins herma að Talibanar hafi nýtt greiðslur frá yfirvöldum í Katar vegna framlags Talibana til friðarviðræðna við Vesturveldin, greiðslur sem voru samþykktar af bæði stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðunum, til þess að fjárfesta í vinnuvélum sem leigðar hafi verið út til verktaka í Katar.

Sumir meðlimir hreyfingarinnar eiga að hafa átt allt að tug vinnuvéla og eru sagðir hafa hagnast um tugi þúsunda punda í hverjum mánuði fyrir leigu á hverri vinnuvél.

Frá árinu 2013 til ársins 2020 var forysta Talibana með höfuðstöðvar í Doha, höfuðborg Katar, í eignum sem talað var um að stærð smárra kastala. Flestir forystumenn hreyfingarinnar hafa nú flutt aftur til Afganistan.

Talibanar vísa ásökunum breska miðilsins á bug en heimildir miðilsins herma að Talibönum hafi verið greitt með reiðufé sem síðar hafi verið lagt inn á bankareikninga hreyfingarinnar til þess að dylja slóð peninganna.

Telegraph segir í umfjöllun sinni að miðillinn hafi óskað eftir viðbrögðum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en ekki fengið.

Átta leik­vang­ar voru byggðir fyrir HM í Kat­ar en talið …
Átta leik­vang­ar voru byggðir fyrir HM í Kat­ar en talið er að 500 millj­ón­um doll­ara á viku hafi verið varið til undirbúnings fyrir mótið. AFP/Kiril Kudryavtsev
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert