United þurfi að borga 80 milljónir evra

Cody Gakpo hefur farið á kostum á HM.
Cody Gakpo hefur farið á kostum á HM. AFP/Anne-ChristinePoujoulat

Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo hefur slegið í gegn með landsliði þjóðar sinnar á HM í fótbolta í Katar, en hann skoraði sitt þriðja mark í þriðja leiknum er liðið vann 2:0-sigur á gestgjöfunum í dag og gulltryggði sætið í 16-liða úrslitum.

Gakpo leikur enn með PSV Eindhoven í Hollandi, þrátt fyrir að ensku úrvalsdeildarfélögin Leeds og Southampton hafi lagt fram tilboð í leikmanninn í haust.

Síðan þá hefur hann hækkað töluvert í verði og stærri félög horfa til hans. Þolinmæði hans og hollenska félagsins hefur borgað sig vel. Manchester United ku leiða kapphlaupið um þann hollenska.

Ronald de Boer, sem lék með landsliði Hollands á árum áður, sagði við hollenska ríkissjónvarpið í dag að Manchester-félagið þyrfti að greiða 80 milljónir evra fyrir leikmanninn.

mbl.is