Vonandi kemur ekkert fyrir strákinn

Maðurinn hljóp inn á völlinn með regnbogafána og í bol …
Maðurinn hljóp inn á völlinn með regnbogafána og í bol með áletrununum: Björgum Úkraínu og Virðing fyrir írönskum konum. AFP/Odd Andersen

„Vonandi kemur ekkert fyrir strákinn því við skiljum skilaboðin sem hann sendi. Við stöndum með þeim,“ sagði Ruben Neves, leikmaður portúgalska landsliðsins um manninn sem hljóp inn á völlinn á meðan leik Portúgals og Úrúgvæ á heimsmeistaramóti karla í fótbolta stóð í gær, sem og skilaboðin sem hann sendi.

Maðurinn hljóp inn á völlinn með regnbogafána og í bol með áletrununum: Björgum Úkraínu og Virðing fyrir írönskum konum. Öryggisverðir eltu manninn uppi og leiddu hann af velli.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA hafði tilkynnt í aðdraganda HM í Katar að allir væru velkomnir og að regnbogafánar yrðu leyfðir á völlunum. Þó hafa heyrst fréttir af atvikum þar sem fólki hefur verið meinað að sýna táknrænan stuðning við baráttu hinsegin fólks á mótinu. Þá var liðunum gert ljóst að þeim yrði refsað sýndu þau táknrænan stuðning með sérstökum fyrirliðaböndum.

Samkynhneigð er ólögleg í Katar.

Ruben Neves í baráttunni við Darwin Nunez í leiknum í …
Ruben Neves í baráttunni við Darwin Nunez í leiknum í gær. AFP/Kirill Kudryavtsev
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert