Áfall fyrir portúgalska liðið

Nuno Mendes liggur meiddur eftir.
Nuno Mendes liggur meiddur eftir. AFP/Manan Vatsyayana

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nuno Mendes leikur ekki meira með Portúgal á HM í Katar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Portúgals og Úrúgvæ á mánudag.

Mendes var í byrjunarliði Portúgala gegn Úrúgvæ, en fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Gekk hann tárvotur af velli.

Er ekki um fyrstu meiðsli Mendes að ræða á stórmóti, því hann lék ekki með Portúgal á EM á síðasta ári vegna meiðsla. Mendes er aðeins tvítugur og leikur með París SG í Frakklandi.  

mbl.is