Ástralir komnir í sextán liða úrslitin

Ástralir fagna í leikslok gegn Dönum.
Ástralir fagna í leikslok gegn Dönum. AFP/Alberto Pizzoli

Ástralir tryggðu sér keppnisrétt í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar með því að sigra Danmörku 1:0 í lokaumferð D-riðilsins í dag.

Túnis sigraði Frakkland 1:0 og hefði komist áfram ef Dönum hefði tekist að jafna metin. 

Mathew Leckie skoraði sigurmark Ástralíu gegn Danmörku á 61. mínútu.

Wahbi Khazri skoraði sigurmark Túnis gegn Frakklandi á 58. mínútu.

Frakkland vann riðilinn með 6 stig, Ástralía  varð í öðru sæti með 6 stig, Túnis fékk 4 stig og Danmörk rak lestina með eitt stig. Það skýrist í kvöld hverjir mótherjar Frakka og Ástrala verða en Ástralir mæta liðinu sem vinnur C-riðilinn og Frakkar mæta liðinu sem endar í öðru sæti. Þar geta Pólverjar, Argentínumenn, Sádi-Arabar og Mexíkóar allir farið áfram.

Nader Ghandri skoraði laglegt mark fyrir Túnis gegn Frakklandi á 9. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Daninn Mathias Jensen átti hörkuskot á mark Ástrala á 11. mínútu en Mathew Ryan varði vel.

Túnisar vildu fá vítaspyrnu á 13. mínútu þegar Wahbi Khazri féll í vítateig Frakka en dómarinn harðneitaði að skoða það frekar.

Ástralir björguðu á síðustu stundu í markteig sínum á 19. mínútu eftir þunga pressu Dana og fyrirgjöf frá Joakim Mæhle. Aftur var hætta á svipuðum slóðum á 30. mínútu en þeirri sókn lauk með því að Christian Eriksen skaut framhjá marki Ástrala.

Túnisar komust í ágætt færi gegn Frökkum á 30. mínútu, Anis Slimane skallaði að marki en Steve Mandanda varði vel. Hann þurfti aftur að vera vel á verði á 35. mínútu og verja fast skot Wahbi Khazri frá vítateig.

Ástralir áttu hættulega sókn á 41. mínútu en henni lauk með því að Mitchell Duke skaut föstu skoti beint á Kasper Schmeichel í marki Dana.

Staðan var 0:0 í báðum leikjum þegar flautað var til hálfleiks.

Aissa Laidouni miðjumaður Túnis átti hörkuskot rétt yfir franska markið úr þröngu færi í vítateignum á 53. mínútu.

Wahbi Khazri fagnar eftir að hafa komið Túnisum yfir gegn …
Wahbi Khazri fagnar eftir að hafa komið Túnisum yfir gegn Frökkum. AFP/Adrian Dennis

Túnis náði forystunni gegn Frakklandi á 58. mínútu. Wahbi Khazri lék upp völlinn og að vítateigslínunni þar sem hann renndi boltanum með jörðu í hægra hornið, 1:0.

Þar með var Túnis komið í annað sæti riðilsins á  betri markatölu en Ástralía.

Mathew Leckie kemur Áströlum yfir gegn Dönum, 1:0.
Mathew Leckie kemur Áströlum yfir gegn Dönum, 1:0. AFP/Paul Ellis

Ástralir náðu forystunni gegn Dönum á 61. mínútu. Mathew Leckie komst inn í vítateiginn í hraðri sókn eftir sendingu frá Riley McGree og renndi boltanum framhjá Kasper Schmeichel, 1:0.

Ástralir voru með þessu komnir í annað sætið með sex stig, á undan Túnis með fjögur.

Didier Deschamps gerði þrefalda skiptingu hjá Frökkum á 63. mínútu og sendi m.a. Kylian Mbappé til leiks.

Danir bættu við sóknarmönnum á 70. mínútu og settu Andreas Cornelius og Robert Skov inn á.

Aymen Dahmen í marki Túnis varði vel frá Ousmane Dembélé á 82. mínútu.

Túnisar fagna Wahbi Khazri eftir að hann kom þeim yfir …
Túnisar fagna Wahbi Khazri eftir að hann kom þeim yfir gegn Frökkum. AFP/Miguel Medina

Frakkar og Danir  sóttu án afláts á lokamínútum leikjanna. Litlu munaði að Andreas Cornelius jafnaði fyrir Dani í uppbótartímanum en hann skallaði rétt yfir mark Ástrala.

Ástralir héldu þetta út og fögnuðu gríðarlega þegar flautað var til leiksloka. Þeir voru þar með komnir í sextán liða úrslit í annað sinn í sögunni.

Antoine Griezmann virtist hafa jafnað metin fyrir Frakka, 1:1, á áttundu mínútu uppbótartímans með föstu skoti úr vítateignum. En eftir ítarlega skoðun var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Ástralinn Aziz Behich eltir Danann Andreas Skov Olsen.
Ástralinn Aziz Behich eltir Danann Andreas Skov Olsen. AFP/Paul Ellis

Lið Ástralíu:
Mark: Mathew Ryan.
Vörn: Milos Degenek, Harry Souttar, Kye Rowles, Aziz Behich.
Miðja: Mathew Leckie (Ajdin Hrustic 89.), Jackson Irvine, Aaron Mooy, Craig Goodwin (Kenau Baccus 46.)
Sókn: Mitchell Duke (Jamie Maclaren 82.), Riley McGree (Bailey Wright 74.)

Lið Danmerkur:
Mark: Kasper Schmeichel.
Vörn: Rasmus Kristensen (Alexander Bah 46.), Joachim Andersen, Andreas Christensen, Joakom Mæhle (Andreas Cornelius 70.)
Miðja: Pierre-Emile Höjberg, Christian Eriksen, Mathias Jensen (Mikkel Damsgaard 59.)
Sókn: Andreas Skov Olsen (Robert Skov 70.), Maartin Braithwaite (Kasper Dolberg 59.), Jesper Lindström.

Lið Frakklands:
Mark: Steve Mandanda.
Vörn: Axel Disasi, Raphaël Varane (William Saliba 63.), Ibrahima Konaté, Eduardo Camavinga.
Miðja: Youssuf Fofana (Antoine Griezmann 73.), Aurélien Tchouaméni, Jordan Veretout (Adrien Rabiot 63.)
Sókn: Matteo Guendouzi (Ousmane Dembélé) 79.), Randal Kolo Muani, Kingsley Coman (Kylian Mbappé 63.)

Lið Túnis:
Mark: Aymen Dahmen.
Vörn: Yassine Meriah, Nader Ghandri, Montassar Talbi.
Miðja: Wajdi Kechrida, Ellyes Skhiri, Aissa Laidouni, Ali Maaloul.
Sókn: Anis Ben Slimane (Ali Abdi 83.), Wahbi Khazri (Issam Jebali 60.), Mohamed Romdhane (Ghaylen Chaaleli 75.)

Frakkinn Eduardo Camavinga með boltann í leiknum við Túnis í …
Frakkinn Eduardo Camavinga með boltann í leiknum við Túnis í dag. AFP/Adrian Dennis
Kylian Mbappé fylgist með leik Frakka af varamannabekknum eins og …
Kylian Mbappé fylgist með leik Frakka af varamannabekknum eins og nær allir fastamenn liðsins. AFP/Franck Fife
Allt klárt fyrir leik Túnis og Frakklands á Education City …
Allt klárt fyrir leik Túnis og Frakklands á Education City leikvanginum in Al-Rayyan. AFP/Antonin Thuillier
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert