Argentína og Pólland áfram eftir mikla dramatík

Julian Álvarez kemur Argentínu í 2:0.
Julian Álvarez kemur Argentínu í 2:0. AFP/Odd Andersen

Argentína og Pólland tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í Katar. Argentína vann leik liðanna 2:0, en þar sem Mexíkó vann aðeins eins marks sigur á Sádi-Arabíu, 2:1, fór Pólland áfram á markatölu með Argentínumönnum. 

Alexis Mac Allister kom Argentínu yfir á 47. mínútu og Julian Álvarez bætti við öðru marki á 68. mínútu. Argentína mætir Ástralíu í 16-liða úrslitum og Pólland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. 

Henry Martín kom Mexíkó yfir á 47. mínútu og Luis Chávez bætti við öðru marki á 52. mínútu. Bæði Mexíkó og Sádi-Arabía eru úr leik. 

Henry Martin kemur Mexíkó yfir.
Henry Martin kemur Mexíkó yfir. AFP/Pablo Porciuncula

Pólland er á toppi riðilsins með fjögur stig, Argentína og Sádi-Arabía koma þar á eftir með þrjú og Mexíkó rekur lestina með eitt stig.

Sigurliðið í leik Póllands og Argentínu er öruggt með sæti í 8-liða úrslitum og gætu þau bæði farið áfram með jafntefli. Sádi-Arabía er örugg áfram með sigri á Mexíkó, á meðan Mexíkó gæti þurft að treysta á hagstæð úrslit til að fara áfram.

Wojciech Szczesny ver víti frá Lionel Messi í kvöld.
Wojciech Szczesny ver víti frá Lionel Messi í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Alexis Vega fékk fyrsta færi kvöldsins fyrir Mexíkó er hann slapp inn fyrir vörn Sáda, en Mohammed Al-Owais varði mjög vel frá honum. Lionel Messi fékk fínt færi á 10. mínútu í leik Argentínu og Póllands en Wojiciech Szczesny í pólska markinu varði vel frá honum. 

Mohammed Kanno var nálægt því að koma Sádum yfir gegn Mexíkó á 14. mínútu er hann setti boltann rétt yfir markið úr aukaspyrnu. Á meðan voru Argentínumenn sterkari gegn Póverjum, án þess að skapa sér mikið af opnum færum. 

Lionel Messi á fleygiferð í kvöld.
Lionel Messi á fleygiferð í kvöld. AFP/Andrej Isakovic

Mexíkó fór að færa sig upp á skaftið gegn Sádi-Arabíu en Mohammed Al-Owais varði í tvígang á stuttum tíma um miðbik fyrri hálfleiks. Fyrst frá Luis Chávez og síðan Oberlín Pineda.

Argentína var áfram sterkari aðilinn gegn Pólverjum og átti Marcos Acuna m.a. skot rétt framhjá markinu á 29. mínútu. Angel Di María var svo ekki fjarri því að skora beint úr hornspyrnu á 33. mínútu. Staðan var þó enn markalaus í báðum leikjum eftir rúman hálftíma. 

Luis Chavez og Saud Abdulhamid eigast við í kvöld.
Luis Chavez og Saud Abdulhamid eigast við í kvöld. AFP/Karim Jaafar

Það dró til tíðinda á 38. mínútu þegar Wojiciech Szczesny lenti á Messi í teignum og vítaspyrna dæmd. Messi fór á punktinn en Szczesny varð glæsilega og var staðan enn markalaus, sem hún var í hálfleik. Szczesny varði einnig víti gegn Sádi-Arabíu. 

Mexíkó var sterkari aðilinn gegn Sádi-Arabíu stærstan hluta fyrri hálfleiks, en rétt eins og í leik Argentínu og Póllands var staðan í hálfleik markalaus og voru Argentína og Pólland því á leiðinni áfram. 

Robert Lewandowski og Lionel Messi heilsast fyrir leik.
Robert Lewandowski og Lionel Messi heilsast fyrir leik. AFP/Kirill Kudryavtsev

Argentína tók forystuna í riðlinum þegar Alexis Mac Allister skoraði strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hann kláraði af stuttu færi í teignum eftir sendingu frá Nahuel Molina. Eins og staðan var þá, var Argentína að fara að mæta Ástralíu í 16-liða úrslitum og Pólland á leiðinni í leik gegn Frökkum.  

Sú staða breyttist ekki þegar Henry Martin skoraði fyrir Mexíkó gegn Sádi-Arabíu og breytti stöðunni þar í 1:0. Markatala Pólverja var enn betri og Pólska liðið því áfram á leiðinni í 16-liða úrslit með Mexíkó. Mexíkó þurfti tvö mörk í viðbót, eða að treysta á að Argentína myndi skora fleiri gegn Póllandi. 

Robert Lewandowski og félagar byrjuðu kvöldið í toppsæti C-riðils.
Robert Lewandowski og félagar byrjuðu kvöldið í toppsæti C-riðils. AFP/Glyn Kirk

Mexíkó færðist nær 16-liða úrslitunum þegar Luis Chávez skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Mexíkó þurfti þá eitt mark í viðbót, eða treysta á að Argentína myndi bæta við gegn Póllandi. 

Argentína bætti við gegn Póllandi á 68. mínútu þegar Julian Álvarez skoraði með fallegu skoti. Þá var allt hnífjafnt í allri tölfræði hjá Póllandi og Mexíkó, en Pólland á leiðinni áfram á færri gulum spjöldum í riðlakeppninni. Pólland var þá með fimm gul og Mexíkó sjö. 

Þrátt fyrir að bæði Argentína og Mexíkó hafi fengið sín færi til að skora var staðan enn sú sama, þegar tíu mínútur voru eftir af leikjunum. Lautaro Martínez fékk dauðafæri á 86. mínútu þegar hann slapp einn gegn Szczesny en skaut framhjá. Pólverjar sluppu því með skrekkinn og voru áfram á leiðinni í 16-liða úrslit. 

Byrjunarlið Mexíkó í kvöld.
Byrjunarlið Mexíkó í kvöld. AFP/Pablo Porciuncula

Varamaðurinn Nicolás Taglifico var nálægt því að skora í uppbótartíma, og skjóta Mexíkó áfram í leiðinni, en enn varði Szczesny vel. Mörkin urðu því ekki fleiri og Pólverjar þurftu að treysta á að Mexíkó myndi ekki bæta við marki, en þrjár mínútur voru eftir í leik Sádi-Arabíu og Mexíkó, þegar flautað var til leiksloka hjá Argentínu og Póllandi. 

Mexíkó sótti og sótti, en það var Salem Al-Dawsari sem minnkaði muninn fyrir Sádi-Arabíu, 2:1, á fimmtu mínútu uppbótartímans. Áfram nægði Mexíkó eitt mark til að fara áfram, það kom hins vegar ekki og bæði Mexíkó og Sádi-Arabía sitja eftir með sárt ennið. 

Lið Póllands: 
Mark: Wojiciech Szczesny.
Vörn: Matty Cash, Kamil Glik, Jakub Kiwior, Bartosz Bereszynski (Artur Jedrzejczyk 72.).
Miðja: Piotr Zielinski, Krystian Bielik (Damian Szymanski 62.), Grzegorz Krychowiak (Krysztof Piatek 79.), Przemyslaw Frankowski (Michal Skoras).
Sókn: Robert Lewandowski, Karol Swiderski (Jakub Kaminski 46.).

Lið Argentínu: 
Mark: Emilian Martínez.
Vörn: Mahuel Molina, Cristian Romero, Nicolás Otamendi, Marcos Acuna (Nicolás Tagliafico 59.). 
Miðja: Angel Di Maria (Leandro Paredes 59.), Rodrigo de Paul, Enzo Fernández (Germán Pezzella 79.), Alexis Mac Allister (Thiago Almada 84.). 
Sókn: Lionel Messi, Julian Álvarez (Lautaro Martínez 79.). 

Lið Sádi-Arabíu: 
Mark: Mohammed Al-Owais
Vörn: Hassan Al Tambakti, Abdulelah Al-Amri, Ali Al-Boleahi (Riyadh Sharahili 37.)
Miðja: Sultan Al-Ghannam (Hattan Bahebri 88.), Ali Al-Hassan (Abdullah Madu 46.), Mohammed Kanno, Saud Abdulhamid.
Sókn: Firas Al-Buraikan, Saleh Al-Shehri (Abdulrahman Alobud 62.), Salem Al-Dawsari. 

Lið Mexíkó: 
Mark: Guillermo Ochoa. 
Vörn: Jorge Sánchez (Kevin Álvarez 87.), César Montes, Héctor Moreno, Jesús Gallardo. 
Miðja: Hirving Lozano, Edson Álvarez (Rogelio Funes Mori 87.), Oberlín Pineda (Carlos Rodríguez 77.), Luis Chávez, Alexis Vega (Uriel Antuna 46.). 
Sókn: Henry Martin (Raúl Jiménez 77.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert