Tekur fulla ábyrgð á slæmu gengi Dana

Christian Eriksen og Kasper Hjulmand ganga niðurlútir af velli í …
Christian Eriksen og Kasper Hjulmand ganga niðurlútir af velli í dag. AFP/Natalia Kolesnikova

Danir féllu úr leik á HM karla í fótbolta fyrr í dag er liðið tapaði fyrir Ástralíu, 0:1, í lokaleik liðsins í D-riðli. Danska liðið, sem margir bjuggust við að gæti komist langt, fékk aðeins eitt stig í riðlinum og olli miklum vonbrigðum.

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, var eðlilega svekktur í leikslok. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og mikil vonbrigði. Það er leiðinlegt að við gátum ekki fært fólkinu heima það sem við vildum,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi eftir leikinn í dag.

Hann tók slæman árangur Dana á mótinu á sig. „Það er mín ábyrgð að allt sé klárt þegar við komum á lokamótið. Ég tek fulla ábyrgð,“ sagði hann.

mbl.is