Varnarmaður Englands heldur heim frá Katar

Benjamin White er farinn heim frá Katar.
Benjamin White er farinn heim frá Katar. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Benjamin White hefur yfirgefið enska landsliðshópinn á HM í Katar og haldið heim vegna persónulegra ástæðna. Hann snýr væntanlega ekki aftur til Katar á meðan á mótinu stendur.

Hinn 25 ára gamli White var í 26-manna hópi enska liðsins, en lék ekki með liðinu í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Hann missti af leiknum gegn Wales vegna veikinda.

Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í enska hópinn í staðinn fyrir Arsenal-manninn. Í tilkynningu frá enska sambandinu er beðið um að friðhelgi hans verði virt. 

mbl.is