Ekki meira með á HM

Nuno Mendes liggur svekktur eftir að hafa meiðst á mánudagskvöld.
Nuno Mendes liggur svekktur eftir að hafa meiðst á mánudagskvöld. AFP/Pablo Porciuncula

Nuno Mendes, vinstri bakvörður Portúgals, tekur ekki frekari þátt á HM karla í fótbolta í Katar eftir að hann meiddist í 2:0-sigri liðsins á Úrúgvæ á mánudag.

Hinn tvítugi Mendes var að leika sinn fyrsta leik á stórmóti þegar hann meiddist aftan á læri undir lok fyrri hálfleiks og þurfti að fara af velli.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir á Twitter-aðgangi sínum að Mendes verði frá í tvo mánuði vegna meiðslanna og því sé þátttöku hans á HM lokið.

Mendes verður þó áfram með portúgalska hópnum og mun læknateymi Parísar Saint-Germain, félagsliðs hans, halda til Katar og líta nánar á meiðslin.

mbl.is