Hent í djúpu laugina eftir árs fjarveru

Harry Souttar er magnaður skallamaður.
Harry Souttar er magnaður skallamaður. AFP/Alberto Pizzoli

Miðvörðurinn Harry Souttar hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Ástralíu á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Souttar, sem er 24 ára, hefur leikið hverja einustu mínútu fyrir landslið þjóðar sinnar á mótinu. Átti hann stóran þátt í að liðið hélt hreinu gegn bæði Túnis og Danmörku og fór í 16-liða úrslit í annað sinn í sögunni.

Souttar hefur verið samningsbundinn Stoke City, sem leikur í ensku B-deildinni, frá árinu 2016, en lék aldrei með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Var hann lánaður til Fleetwood Town, sem þá var í ensku C-deildinni, tímabilin 2018/’19 og 2019/’20. Þar lék hann afar vel og var orðinn lykilmaður hjá Stoke tímabilið eftir.

Sleit krossband í landsleik

Eftir að hafa byrjað síðustu leiktíð afar vel með Stoke, varð hann fyrir því óláni að slíta krossband í landsleik með Ástralíu gegn Sádi-Arabíu 11. nóvember á síðasta ári. Vegna þessa var varnarmaðurinn frá keppni í heilt ár, því hann lék ekki aftur með Stoke fyrr en 8. nóvember síðastliðinn í 2:0-sigri á Luton.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert