Samningurinn rann út þegar dómarinn flautaði leikinn af

Gerardo Martino á hliðarlínunni í gærkvöldi.
Gerardo Martino á hliðarlínunni í gærkvöldi. AFP/Alfredo Estrella

Argentínumaðurinn Gerardo Martino hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Mexíkó eftir að liðinu auðnaðist ekki að komast í 16-liða úrslit HM í Katar þrátt fyrir 2:1-sigur á Sádi-Arabíu í C-riðli mótsins í gær.

Mexíkó féll úr leik á markatölu þar sem Pólland fylgdi Argentínu upp úr riðlinum.

Það er í fyrsta sinn í 44 ár, síðan á HM 1978 í Argentínu, sem Mexíkó tekst ekki að komast upp úr riðlakeppninni.

„Ég er fyrstur til þess að taka ábyrgð á þessum hræðilegu vonbrigðum og pirringi sem við finnum fyrir.

Sem manneskjan sem er við stjórn veldur þetta mikilli depurð. Ég tek fulla ábyrgð á þessum hræðilegu mistökum,“ sagði Martino á blaðamannafundi eftir leik í gærkvöldi.

Hann staðfesti um leið að störfum hans fyrir Mexíkó væri lokið þar sem samningur Martino varði aðeins fram yfir HM.

„Samningur minn rann sitt skeið um leið og dómarinn flautaði til leiksloka og það er ekkert meira hægt að gera.“

mbl.is