Edinson Cavani, sóknarmaður úrúgvæska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppni HM í Katar í dag.
Cavani og liðsfélagar hans voru gríðarlega ósáttir við dómgæsluna í leiknum við Gana í dag og fékk Cavani gult spjald eftir lokaflautið.
Framherjinn er greinilega búinn að fá sig fullsaddan af myndbandsdómgæslu, því hann ýtti VAR-skjánum í gólfið á leið sinni í búningsklefa eftir leik.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.