Ekki ástæða til að gera úlfalda úr mýflugu

Xhaka og Shaqiri fögnuðu með handapati sem líkti eftir tvíhöfða …
Xhaka og Shaqiri fögnuðu með handapati sem líkti eftir tvíhöfða erni, tákni Albaníu, í leik Sviss og Serbíu á HM 2018 í Rússlandi. Ljósmynd/AFP

Murat Yakin, þjálfari Sviss, sagði í viðtali eftir 3-2-endurkomusigur sinna manna á Serbíu í lokaumferð G-riðils heimsmeistaramóts karla í fótbolta í gær að hann teldi ekki að pólitík hefði haft neitt með tilfinningar sinna leikmanna að gera en upp úr sauð milli leikmanna liðanna undir lok leiks.

Liðin mættust einnig í riðlakeppni HM í Rússlandi en þá fögnuðu bæði Granit Xhaka og Xerdan Shaqiri með handapati sem líkti eftir tvíhöfða erni, tákni Albaníu. Leikmennirnir tveir eru af kósovó-albönskum uppruna. Voru þeir sektaðir fyrir athæfið en enn þann dag í dag ríkir spenna milli Serba og Kósovó-Albana síðan í stríðinu í gömlu Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar.

„Ég sá Xhaka einbeita sér að fullu að fótboltanum í gær og hann lék vel. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist á vellinum en mér sýndist þetta vera nokkuð eðlilegt og eitthvað sem kemur reglulega fyrir á fótboltavellinum. Það er ekki ástæða til að gera úlfalda úr mýflugu.“

Murat Yakin fagnar liði sínu, sem er komið áfram í …
Murat Yakin fagnar liði sínu, sem er komið áfram í 16-liða úrslitin. AFP/Fabrice Coffrini
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert