Rýnt í tölfræði riðlakeppni HM

Cristiano Ronaldo fagnar markinu sögulega. Hann er fyrsti leikmaðurinn til …
Cristiano Ronaldo fagnar markinu sögulega. Hann er fyrsti leikmaðurinn til að skora á fimm heimsmeistaramótum. AFP/Patricia De Melo

Cristiano Ronaldo varð fyrsti leikmaðurinn til að skora á fimm heimsmeistaramótum í fótbolta þegar hann skoraði úr vítaspyrnu gegn Gana í fyrstu umferð H-riðils. Hann hefur skorað átta mörk til þessa á síðustu fimm mótum.

Robert Lewandowski skoraði sitt fyrsta mark á heimsmeistaramóti þegar hann skoraði seinna mark Póllands gegn Sádí-Arabíu í annarri umferð C-riðils. Pólland komst áfram í 16-liða úrslit í fyrsta sinn síðan í Mexíkó 1986.

Robert Lewandowski fagnar fyrsta marki sínu á heimsmeistaramóti.
Robert Lewandowski fagnar fyrsta marki sínu á heimsmeistaramóti. AFP/Andrej Isakovic

Kylian Mbappé er markahæstur að lokinni riðlakeppninni með þrjú mörk ásamt fjórum öðrum leikmönnum, þeim Enner Valencia, Marcus Rashford, Alvaro Morata og Cody Gakpo. Aðeins Enner Valencia hefur lokið keppni með liði sínu Ekvador.

Spánverjinn Gavi varð yngsti markaskorari á HM síðan Pelé skoraði á HM 1958 í Svíþjóð aðeins 17 ára og 239 daga gamall. Gavi skoraði fimmta mark Spánar í 7:0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð E-riðils en Gavi var 18 ára og 110 daga gamall.

Hollendingurinn, Cody Gakpo, varð fyrsti evrópski leikmaðurinn til að skora í öllum leikjum riðlakeppni HM síðan Miroslav Klose gerði það fyrir Þýskaland í Japa og Suður-Kóreu 2002.

Cody Gakpo fagnar þriðja marki sínu á HM í Katar. …
Cody Gakpo fagnar þriðja marki sínu á HM í Katar. Hann skoraði í öllum leikjum Hollands í A-riðli keppninnar. AFP/Jewel Samad

Til þessa hefur 525 mínútum verið bætt við venjulegan leiktíma á mótinu. Aldrei hefur viðbótartími verið svo mikill.

Fleiri tölfræðimolar:

Flestar stoðsendingar – 3: Harry Kane, Englandi

Flest sköpuð færi – 11: Antoine Griezmann, Frakklandi

Flestar heppnaðar sendingar – 431: Rodri, Spáni

Flestar tæklingar – 13: Achraf Hakimi, Marokkó og Ibrahima Konate, Frakklandi

Flest varin skot – 18: Wojciech Szczesny              , Póllandi

Hæsta XG – 10,4: Þýskaland

Mest með bolta – 77%: Spánn

Harry Kane hefur lagt upp þrjú mörk til þessa á …
Harry Kane hefur lagt upp þrjú mörk til þessa á HM í Katar. AFP/Antonin Thuillier
mbl.is